fimmtudagur, maí 17, 2007

uppstigningardagur

dagurinn í dag var góður dagur þrátt fyrir skítaveður. ég vaknaði um 9.30 og planið var að fara í ræktina en sökum veðurs nennti ég því ómögulega, lá frekar áfram upp í rúmi og las í bók.
borðaði morgunmat, fór í sturtu og klæddi mig í sparigallann og setti spariandlitið upp og ók af stað í óveðrinu upp í íþróttamiðstöð.
í íþróttamiðstöðinni tók á móti mér heill sveimur af krökkum, þar á meðal mín hrúga. ástæðan fyrir þessu öllu er að þarna var að hefjast skóladagur hamarsskóla með glæsilegri danssýningu.
eins mikil vinna og þessi dagur getur orðið er hann ótrúlega skemmtilegur. ég verð að játa að í dag eins og öll hin árin síðan ég byrjaði varð ég þetta litla meyr og átti bágt með að hemja tárin. bæði var það útaf stolti yfir gríslingunum mínum og pínu sorg yfir því að bekkurinn minn skuli ekki verða eins næsta vetur. en það er önnur saga... krakkarnir mínir voru svo fínir og stóðu sig alveg rosalega vel, ekki við öðru að búast svo sem, en litla hjartað mitt var að springa af stolti.
af danssýningunni var svo haldið upp í skóla þar sem afrakstur vetrarins var sýndur. vel heppnað allt saman!


hér er svo mynd af mér og krakkaskaranum mínum. á myndina vantar gunnar frey og sigurbjörn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hún má vera stolt hún Drífa Þöll. Hún er frábær kennari og hefur alið upp og menntað og frætt þennan krakkahóp sem svo eru henni og sjálfum sér til sóma.
Það er nefnilega svo mikilvægt að vera til sóma.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr á kommentið fyrir ofan! Annars augljóst á myndinni að þú hefur verið í ræktinni, go kona go!!