föstudagur, júní 24, 2005

save a prayer.....lalalallalaaaaa...

hei fólk!
nú er farið að styttast í duran duran tónleikana maður! tæp vika í að æskudraumurinn rætist, vei! keypti greatest diskinn og fékk gömlu arena plötuna skrifaða á disk þannig að nú er bara hlustað á simon og félaga og sungið með hástöfum.
það er soldið fyndið með svona fortíðarflipp hvað maður breytist hálfpartinn í krakkaskrípið sem maður var þegar maður var að hamast við að klippa út úr bravo blöðunum! ég sé herbergið mitt fyrir mér, man hvaða strák ég var skotin í, man ógeðslegu klippinguna sem ég var með, svo fátt eitt sé nefnt... er farin að hlakka geðveikt til og við lilja eigum eftir að garga úr okkur raddböndin.
hvað varðar húsið mitt er ég búin að fara í rúmfatalagerinn og kaupa eldhúsgardínur, veggkertastjaka í borðstofuna, loftljós í eldhúskrókinn og fyrir ofan stigann og eitthvað fleira sem ég man ekki. það er svo gaman að kaupa svona nýtt í nýja húsið sitt....gunna greyinu finnst það ekki alveg jafngaman enda þarf hann alltaf að halda á pokunum...hehehehehe....
en fyrir nánustu vini: þá er ég með frekar góðar fréttir. ég ætla ekki að pósta það núna enda ekki tímabært en ef þið sem skiptið okkur máli viljið vita þá annað hvort sendið þið póst eða hringið. þ.e.a.s. ef við verðum ekki búin að láta vita.
ekki nema 35 dagar í þjóðhátíð! jibbí!

laugardagur, júní 18, 2005

seint blogga sumir....

jamm ég veit! tveir mánuðir liðnir og ríflega það en það er svona að vera bissí og mikilvæg, maður hefur ekki tíma fyrir allt.
to cut a long story short: færeyjaferðin var æði, færeyningar tóku vel á móti okkur og við vorum ekkert skömmuð fyrir að drekka áfengi á farfuglaheimilinu þó það væri bannað. dönsuðum færeyska dansa í götu og smökkuðum á ,,ljúffengum" hefðbundnum mat færeyinga og fórum að sjálfsögðu á færeyska pöbba. kagginn stendur uppúr sem lummó staður en cafe natúr var fínn.
eftir heimkomu tók vinnan við og undirbúningur við flutninga. á júróvisjóndaginn (ég var einmitt í frábæru partýi hjá kötlu) fengum við lyklana að húsinu og þá rifum húsið allt í tætlur og erum að endurbyggja það aftur. það hefur gengið þokkalega þó svo að margt eigi eftir að gera enn. sjómannadagshelgina komu pabbi og gulla til okkar með tré til að gróðursetja í garðinum og þá gistum við fyrstu nóttina í húsinu. vei!
fór svo til ítalíu með starfsfólki hamarsskóla eftir skólaslit. við vorum semsagt að skoða ítalska skóla því þeir eru víst alveg spes....en mest vorum við í rauðvínssmökkun. ég, guðný og helga tryggva vorum rosalega fyndnar þessa viku og vonum að allir sem fengu póstkort hafi verið þakklátir. sum eru kannski ekki komin ennþá en ég vil biðja þá sem ekki fengu kort að móðgast ekki, ég fékk nefnilega sinaskeiðabólgu af bjórdrykkju þannig að ég gat ekki skrifað mjög mörg kort.
er sumsé komin heim og er að dunda við að taka upp úr kössum og svona. þannig að ef að ykkur leiðist megið þið endilega skella ykkur í heimsókn til að hjálpa til við endurbygginguna.
ciao!