fimmtudagur, apríl 27, 2006

gamlir draugar...

jahérnahér... jet black joe bara að gefa út nýja plötu! kannski eru þetta ekki mikil og ný tíðindi fyrir marga en ég var bara að uppgötva þetta í dag. er einmitt að hlusta á diskinn as ví spík í forhlustun á tonlist.is sem ég villtist inn á af tilviljun og só far er þetta bara alveg ferlega fínt! gamla sándið skín í gegn, ýkt kúl geðveikt!
minningarnar hellast yfir mann þegar maður hlustar á þetta enda var þetta eitt vinsælasta bandið þegar maður var ,,yngri"(vil ekki segja ungur...veit ekki af hverju...). eiðahátíðin ´93 (það var víst gaman þar þó að fáir hafi látið sjá sig) og fleira. ussussuss gaman gaman... og nú heldur gleðin áfram, jibbí!!!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

hljóð

fór að velta því fyrir mér hvers vegna sum hljóð láta manni líða vel en önnur ekki. ég t.d. heyrði í hrossagauknum í fyrsta skipti í dag eftir veturinn og mér varð alveg hlýtt inn í mér. þetta er eitthvað svo vinalegt þegar maður heyrir eitthvað svona sem vekur upp ljúfar minningar frá löngu liðnum sumrum á héraði.
sum hljóð láta mann þurfa að pissa, sbr. rennandi vatn.
sum hljóð láta hárin rísa, sbr. að klóra krítartöflu (algjört ógeð!!!)
sum hljóð láta mann fara að hlæja, sbr. prump (hehehe....maður fer bara að flissa við tilhugsunina)
og sum hljóð gera mann hræddan, sbr. bíll að snögghemla (enda er ég tryllt bílhrædd)
en ætli þetta sé ekki allt saman einstaklingsbundið...(og fyrir ykkur sem vitið um lærðar rannsóknir um áhrif hljóðs á mannssálina þá ussssssss........)

föstudagur, apríl 21, 2006

gleðilegt sumar allir saman!
það var blíða hér á suðurhafsparadísinni á sumardaginn fyrsta. ég skellt mér í göngu til að reyna að losna við páskaspikið. sól skein í heiði, ég heyrði lóuna syngja dirrindí, sá að það er komið mikið af fýl og vonaðist til að sjá lunda en var ekki svo heppin. hann er víst reyndar sestur upp þannig að opinberlega kom sumarið um 12. apríl hér í eyjum. svo hí á ykkur sem ekki hafið lundabyggðir til að flýta fyrir sumarkomunni!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

páskafrí...

páskafríið búið... kom heim í dag. alltaf gott að komast heim og kisurnar fögnuðu okkur vel og innilega.
við höfðum það þrusugott. á laugardag var okkur boðið í mat hjá kötlu og örvari ásamt lailu og lúlla og pollyönnu. enska var tungumál kvöldsins þar sem pollyanna kemur frá konungsríkinu englandi. mjög gaman, góður matur, gott rauðvín og góður bjór. katla og örvar takk fyrir gott boð!
sunnudagurinn fór í að jafna sig eftir matarboð kvöldsins áður og svo var farið í mat til pabba og gullu. þar fengum við að sjálfsögðu alveg rosagóðan mat og vorum í góðum félagsskap ödda og hörpu og krakkanna hennar gullu. mjög notaleg kvöldstund!
svo rann upp mánudagurinn bjartur og fagur. plan dagsins: sjæna sig, mæta í fermingarathöfnina hennar Thelmu Rutar og svo éta á sig gat í veislunni... og þetta gekk eftir. Thelmu tókst að fermast með glæsibrag í háteigskirkju og svo tjilluðum við í smá stund og svo var haldið til veislu. Thelma mín er orðin glæsileg ung stúlka og þó svo að ég hafi velt því fyrir mér að halda ræðu þá hætti ég við það um leið þar sem ég var orðin grátklökk við tilhugsunina... já svona er þetta með mann. ég held að Thelma hafi verið mjög fegin þegar ég sagði henni frá þessu! það er erfitt að vera unglingur sem skammast sín fyrir allt og fá svo kannski gamla frænku sem bullar og grenjar í fermingarveislunni manns! en hún slapp við það blessunin...
innilega til hamingju með daginn elsku Thelma Rut!!!
svo fórum við í bíó um kvöldið. á lucky no. slevin. helv... góð mynd, mæli með henni.
svo vöknuðum við fyrir allar aldir til að græja sig fyrir heimferðina. mæli með herjólfi þegar maður er sybbin, það er nánast ekkert eins gott og að sofa um borð í jafnmikilli blíðu og var í dag...zzz... og svo: there´s no place like home!

laugardagur, apríl 15, 2006

enn eitt ammælið...
elsku maggi stóri bróðir til hamingju með 35 ára afmælið! megir þú eiga fjörugan dag í danaveldi og þá segir maður að sjálfsögðu skaal!

annars er allt í gúddí. er á fastalandinu í páskafríinu og eyði því með vinum og vandamönnum. og svo verður ferming á mánudag. thelma rut hans magga er að komast í fullorðinna tölu og að sjálfsögðu verður maður viðstaddur það. það versta við þetta er að manni finnst maður orðinn gamall þegar börnin í fjölskyldunni eru orðin svona stór! ég man eins og gerst hafi í gær kvöldið sem hún thelma mín kom í heiminn. þá fór ég ásamt fleirum á tónleika sem kenndir voru við kók enda haldnir í vífilfelli ehf. að þeim loknum fóru allir niðrí bæ og þar var hringt úr tíkallasíma upp á fæðingardeild til að fá fréttir af barnsfæðingunni... bæ ðe vei hefur einhver séð tíkallasíma nýlega?
já tímarnir breytast og mennirnir eldast...

sunnudagur, apríl 09, 2006

gamlar og góðar...

var að enda við að horfa á gullmola á tcm sjónvarpsstöðinni. þetta var hin ,,víðfræga" seven brides for seven brothers. ég hafði einhvern tímann séð byrjunina á henni og ákvað því að láta vaða og klára hana. söguþráðurinn var að ung kona giftist manni sem býr í afdölum í ameríkuhreppi. þegar hún mætir á staðinn á hann 6 bræður sem eru hálfgerðir villimenn. myndin sumsé gengur út á að finna konur handa þessum 6 bræðrum og besti parturinn við hana er að þetta er dans og söngvamynd! ógleymanlegt var atriðið þar sem bræðurnir 6 voru úti í skógi að höggva við í eldinn um hávetur. að sjálfsögðu brustu þeir í söng og dönsuðu eins og vindurinnmeð axir og sagir í höndunum. einstaklega fyndið að sjá rednecks dauðans syngja ljúft lag og hoppa um eins og ballerínur.
eina sem hægt er að segja núna: they don´t make them like they used to!

laugardagur, apríl 08, 2006

þjóðhátíð?

vatt mér í göngu skömmu eftir hádegið. lognið er á aðeins minni hreyfingu í dag en síðustu daga, sólin skín og því tilvalið að klæða sig í þrammbúnaðinn og halda sína leið. ákvað að nenna ekki í einhverjar alvarlegar brekkur þannig að ég labbaði inn í dal og til baka. og vá hvað er komið mikið af tjöldum! styttist óðum í þjóð hátíð ha?!?!?!?!

föstudagur, apríl 07, 2006

nú hellast afmælin yfir!

nei, ég er ekki að ruglast. afmæliskveðja annan daginn í röð.
nú er það hún Lilja mín sem á afmæli í dag og er ekki nema tuttuguogtólf ára! elsku vinkona innilega til hamingju með afmælið! njóttu dagsins í faðmi fjölskyldunnar í vorinu í france. sendi til þín knús og kossa í huganum alla leið til þín þó langt sé að fara. ;-)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Litli skæruliðinn í fjölskyldunni á afmæli í dag. Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Sigríður Birta! vonandi heldur þú foreldrum þínum áfram við efnið, þeir eiga sko ekkert með að liggja í leti í stað þess að elta þig út um allt. hehehe... maggi og helga lind til hamingju með dótturina! hlakka mikið til að hitta ykkur um páskana.
knús.

mánudagur, apríl 03, 2006

jæja nú er komið nóg af kulda og snjó!!! búið að vera viðbjóðslega kalt á suðurhafsparadísinni eins og á norðurey (a.k.a. ísland) og ég segi bara hingað og ekki lengra. er farin að þramma um eyjuna fögru á hverjum degi til að reyna að losna við spikið og er það vel. en ómægod hvað það hefur verið kalt undanfarið! svo í dag gekk ég sem leið lá um nýja hraunið og hafði ákveðið að taka soldið stóran hring heim en hvað gerist? sé ég ekki hvar óveðursskýin hrannast upp yfir dalfjallinu og stefna hraðbyri til mín. nú hvað gat ég annað gert en að stytta mér leið annars hefði ég getað orðið úti! þegar ég var á sprettinum heim brast á þetta líka haglélið og mátti litlu muna að það litla hold sem stóð út undan húfu og háum úlpukraganum hefði verið illa útleikið undan grjóthörðu haglélinu.
að þessu sögðu krefst ég þess að nú verði settar fram kröfur og safnað undirskriftum sem verða síðan sendar veðurstofunni. ég heimta að nú fari þeir félagar að senda okkur vorveður, takk fyrir túkall.