fimmtudagur, apríl 12, 2007

Lukku Láki


ég var að vandræðast í dag við að útbúa verkefni í landafræði fyrir 9. bekk. við erum að læra um bandaríkin og ég var að hamast við að gera glósur og það í páer pojnt. svo þegar því var lokið var ég að pæla hvaða skemmtilega verkefni ég gæti búið til. (ég reyni nefnilega að koma með eitthvað nýtt, hipp og kúl í hvern tíma) og þá gerðist það! eitthvað var talað um villt vestrið í kennslubókinni og hvern tengir maður helst við það? engan annan en Lukku Láka!

það fór því svo að ég bjó til verkefni um kauða og hans hundtrygga Léttfeta. hver nemandi velur sér bók um félaga Láka, skrifar um hana, höfundinn, hvar hún gerist og hvaða atburði hún tengist í sögunni. (munið þið ekki eftir öftustu blaðsíðunni í bókunum þar sem alltaf var sagt frá einhverju sem maður nennti ekki að lesa?)

eníhú, ég fíla Lukku Láka í dag sem endranær.

Engin ummæli: