laugardagur, september 01, 2007

pysja!


það var að gerast soltið merkilegt! ég var að ná minni fyrstu lundapysju!

ég er búin að búa í eyjum í 8 ár, oft farið á pysjuveiðar en aldrei náð neinni sjálf enda algjör klaufi og hálfhrædd um að þessi grey geti meitt mig, það er samt eiginlega ekki hægt. elín sá um þetta fyrstu tvö árin (var samt alltaf með vettlinga við að grípa þær) og svo hefur gunni minn náð þeim fyrir mig. en svo fæ ég að frelsa þær...

núna áðan var ég hjá ástu steinunni og ætlaði mér að labba heim í rólegheitunum og sá pysju við útihurðina hennar. hún bað mig að taka hana og svei mér þá, þá náði ég henni! þrammaði með hana í lúkunum heim og kom henni kyrfilega fyrir í gamalli þvottakörfu úti í bílskúr. hún mun fá frelsið á morgunn.

þetta er fyrsta pysjan sem ég sé í ár og ekki dregur það úr gleðinni að hafa náð henni. hún er líka alveg tilbúin, ekki eins og pysjurnar sem ég hef séð undanfarin ár sem hafa verið mikið dúnaðar og hálf aumingjalegar.

menn hafa haft áhyggjur af lundastofninum og þá sérstaklega afkomu pysjanna, ég held að þeir geti hætt að hafa áhyggjur fyrst ég er byrjuð í björgunarstörfunum!

myndin sem fylgir með er ekki af pysjunni minni heldur af einni vel dúnaðri sem ég fann á vefnum. ég varð bara að deila þessu með ykkur!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að handsama pysjuna!! :O)

Stella..

Skoffínið sagði...

Til hamingju með Maríupysjuna:) ...segir maður það?

Nafnlaus sagði...

Hæjjjjjjjjjjjjj...
Til hamingju núna ertu loksins orðin fullgildur Vestmannaeyjingur..
Kv. Erla ,,Smella"

Drífa Þöll sagði...

takk takk takk...