þriðjudagur, júní 19, 2007

19. júní


jæja, ég vonast til að sem flestir hafi klæðst bleiku í tilefni dagsins.

fyrir þá sem ekki vita þá er 19. júní mikill hátíðisdagur. þennan dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (þ.e. 40 ára og eldri og þær sem áttu eignir, svo lækkaði aldurinn á einhverju árabili þar til þær voru jafnar körlunum. á endanum var rétturinn jafn hjá konum og körlum, hvort sem fólk átti eignir eða ekki.) og nú minnumst við þess að jafnréttisbaráttunni er ekki lokið þó margt hafi áunnist. og hvaða litur er betri til að vekja athygli á þessu en bleikur, enda með eindæmum áberandi og fallegur.

ég hef lagt mitt af mörkum og borið bleika litinn í dag. ég setti á mig bleikan klút í hjólatúrnum í morgunn, var í bleiku stígvélunum mínum í garðslættinum (úffpúff...) og klæðist nú bleikum kínaskóm og er með bleik sólgleraugu. það sem skyggir á þetta er nú það að ég hef ekki verið mikið úti á meðal fólks í dag þannig að mitt framlag hefur ekki verið áberandi. kannski ég skjótist í kaupfélagið til að sýna mig...

eigið góðan bleikan dag öll sömul!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki nóg að ég er allur bleikur á litinn, ég meina geri aðrir betur. bless luv ju

Drífa Þöll sagði...

já elsku gunni minn þú ert allur bleikur og bleikur er uppáhaldsliturinn minn. elska þig!

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara sætur Gunni. Ég vona að kaupfélagsferðin þín hafi gengið vel Drífa mín. Ekkert smá góð hugmynd.
kveðja, systurnar í Sandý.

Nafnlaus sagði...

Ég var alveg glötuð í gær.. var í bláu :O/ Fattaði ekkert að það væri kominn 19.júní enda ekki með dagsetningarnar alveg á tæru eftir dvöl á spænskri stönd í 2 vikur!!

En þú tókst þetta greinilega alveg í gegn..og fyrir mig í leiðinni!!

Er búið að pakka fyrir "Nesið"..þú verður nefnilega að drekka bjór fyrir mig í leiðinni..mátt alveg vera í bleiku með..hehe..

Sí jú..

Stella aka Ína pína :O)

Véfrétt sagði...

Mikil bloggvirkni þín megin þessa dagana! Kona þarf að hafa sig alla við til að geta fylgst með... og já, kona var vitanlega í bleikum bol og bleikum sokkum í gær. Og einkadóttirin (í 7 vikur í viðbót) varð heldur en ekki ánægð þegar hún frétti af þessu bleika þema...

Laila sagði...

Að sjálfsögðu var ég í bleiku
gleymdi því í fyrra og var svo miður mín að ég ætla aldrei (ég veit maður á aldrei að segja aldrei en hvað með það) að gleyma því aftur