jæja, ég er sumsé komin heim eftir rosalega vel heppnaða ferð til færeyjanna kæru. þó að grindhvalaketið hafi verið ómæld vonbrigði er ekki annað en hægt að segja að í heild heppnaðist ferðin skrugguvel. þeir sem eiga þess kost að fara til færeyja: farið og njótið! ég mæli með að vera á hóteli í miðbæ þórshafnar (sem sagt ekki á hótel færeyjum eins og við), fara til saksun og gásadals og tjörnuvík (ótrúlega fallegir staðir og gjörsamlega vonlaust að reyna að setja í orð upplifunina...), kaupa sér færeyska lopapeysu, smakka föroya bjór og njóta rólegheitanna og andrúmsloftsins sem svífur yfir vötnum.
eftir heimkomuna var þrusast heim og stoppað í nokkra daga. svo fór gunni minn útí eyju til að veiða nokkra lunda en ég fór á ættarmót hjá föðurfjölskyldunni minni. rosa skemmtileg helgi og gaman að hitta ættingjana við skemmtilegri tilefni en jarðarfarir.
ég gisti í fellihýsi í fyrsta sinn og verð að segja að það var bara nokkuð fínt. ætla samt ekki að versla mér svoleiðis í ellingsen heldur halda mig við kúlutjaldið ef ske kynni að ég þyrfti í útilegu aftur.
fólkið mitt er fyndið og skemmtilegt, skrýtið, ófeimið við að fá sér í glas og syngja og tralla og tromma eins og það eigi lífið að leysa. hlakka til næsta ættarmóts sem verður víst eftir fjögur ár, en hugmyndin er sótt til ólympíuleika og heimsmeistaramóta sem eru á fjögurra ára fresti.
svo styttist í þjóðhátíð, vei! við verðum með þrjá gesti innanhúss og þrjá í tjaldi í garðinum. ég býst samt við að þurfa að bjóða stúlkukindunum úti í tjaldi gistingu innanhúss miðað við hvernig veðurspáin er. en það er líka í góðu lagi þar sem nóg er plássið til að setja tjalddýnur og vindsængur um allt hús.
fram að þjóðhátíð verður síðan verslað í matinn (alveg gommu), farið í mjólkurbúðina (og keypt smá), bakað í tjaldið, klára að græja dótið í tjaldið, hlakka til, kanna pollagallabirgðirnar, rifja upp þjóðhátíðarlögin, læra nýja þjóðhátíðarlagið, velja hárkollur og hatta o.s.frv. bara gaman!
mig dreymir um þig þjóðhátíð.....
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Velkomin heim :)
Þetta hefur verið ansi gaman hjá ykkur, ég verð nú að vera sammála ykkur og segja að ég fer ekki aftur á hótel Færeyjar þó að útsýnið er mergjað :) en svona er það bara. Gott að allt gekk upp en samt sem áður gott að vita af þér heima :)
Hmmm... vona að þjóðhátíðin standi undir væntingum þó að ákveðnar lykilpersónur svíki lit og taki rassaklípandi suðurevrópuperra fram yfir eyjapæjur og -peyja (fordómafull, ha? Hver? ég?). Góða skemmtun!
Skrifa ummæli