föstudagur, ágúst 24, 2007

í skólanum í skólanum...

fyrsta skóladeginum lokið. er hálffegin því að þetta sé svona stutt vika...maður þarf nú að gíra sig upp fyrir átökin!
annars líst mér vel á "nýja" bekkinn minn. fjörmiklir og skemmtilegir krakkar sem munu dreypa á viskubrunninum sem ég mun vísa þeim veginn að! það verður spennandi að takast á við ný verkefni en ég hef aldrei kennt 5. bekk áður. auk þess mun ég kenna bekknum ensku en það hef ég heldur aldrei gert áður, örugglega mjög gaman. það eina sem ég hef útá töfluna mína að setja er að ég kenni matreiðslu 2 sinnum í viku (hálfum bekk (5.DÞA) í hvort sinn). þeir sem hafa heyrt mig ræða matreiðslukennslu vita að hún er engan veginn í uppáhaldi hjá mér, en hver veit, kannski frelsast ég í vetur og kenni eingöngu matreiðslu næsta vetur???

um helgina er okkur hjónaleysunum boðið í 50 ára afmæli hjá ástþóri krónustjóra, pabba hennar ástu steinunnar. það verður örugglega gaman því engir kunna að skemmta sér og öðrum betur en vestmannaeyingar!
góða helgi öll!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff örugglega ekki það skemmtilegasta að kenna matreiðslu!! En gott að þetta fer svona tiltölulega hægt af stað :O)

Góða skemmtun í afmælinu :O)

Stella frænka.