við gunni minn eigum ekki tuðru lengur...(snökt) en það þarf ekki að skæla yfir því lengi af því að stefnt er að því að kaupa nýja, stærri og kraftmeiri fyrir næsta sumar. og þá verður sko gaman!
síðasta tuðruferðin okkar, áður en kaupin gerðust á eyrinni, var til dyrhólaeyjar. glöggskyggnir vita að dyrhólaey er við vík í mýrdal og því töluverður spotti frá eyjum og þangað.
það tók u.þ.b. tvo tíma að sigla hvora leið, um hálftíma lengur á bakaleiðinni. það var gaman að sjá suðurlandið frá sjó og afar tignarlegt að sigla gegnum gatið á dyrhólaey og sigla kringum skerin (gætu kannski kallast eyjar, þetta var svo stórt). við fylgdumst líka með bílabátnum sigla út í sjó og þarna allt um kring og keyra aftur á land.
heimferðin var ekki eins skemmtileg þar sem sjólag var orðið frekar slæmt. það er erfitt að ríghalda sér í rúmlega tvo tíma auk þess sem hver vöðvi var spenntur í stærstu stökkunum milli öldudalanna. ég hafði heiftarlegar harðsperrur í baki, höndum og handleggjum, rassi, lærum, kálfum og örugglega fleiri vöðvum marga daga á eftir. þar að auki er litli puttinn minn krambúleraður ennþá eftir að hafa slegist æ ofan í æ í kósana þar sem reipin eru bundin.
þetta var algjörlega ógleymanlegt og ég bíð spennt eftir nýjum ævintýrum á nýrri tuðru!