laugardagur, ágúst 25, 2007

hinsta tuðruferðin


við gunni minn eigum ekki tuðru lengur...(snökt) en það þarf ekki að skæla yfir því lengi af því að stefnt er að því að kaupa nýja, stærri og kraftmeiri fyrir næsta sumar. og þá verður sko gaman!

síðasta tuðruferðin okkar, áður en kaupin gerðust á eyrinni, var til dyrhólaeyjar. glöggskyggnir vita að dyrhólaey er við vík í mýrdal og því töluverður spotti frá eyjum og þangað.

það tók u.þ.b. tvo tíma að sigla hvora leið, um hálftíma lengur á bakaleiðinni. það var gaman að sjá suðurlandið frá sjó og afar tignarlegt að sigla gegnum gatið á dyrhólaey og sigla kringum skerin (gætu kannski kallast eyjar, þetta var svo stórt). við fylgdumst líka með bílabátnum sigla út í sjó og þarna allt um kring og keyra aftur á land.

heimferðin var ekki eins skemmtileg þar sem sjólag var orðið frekar slæmt. það er erfitt að ríghalda sér í rúmlega tvo tíma auk þess sem hver vöðvi var spenntur í stærstu stökkunum milli öldudalanna. ég hafði heiftarlegar harðsperrur í baki, höndum og handleggjum, rassi, lærum, kálfum og örugglega fleiri vöðvum marga daga á eftir. þar að auki er litli puttinn minn krambúleraður ennþá eftir að hafa slegist æ ofan í æ í kósana þar sem reipin eru bundin.

þetta var algjörlega ógleymanlegt og ég bíð spennt eftir nýjum ævintýrum á nýrri tuðru!

föstudagur, ágúst 24, 2007

í skólanum í skólanum...

fyrsta skóladeginum lokið. er hálffegin því að þetta sé svona stutt vika...maður þarf nú að gíra sig upp fyrir átökin!
annars líst mér vel á "nýja" bekkinn minn. fjörmiklir og skemmtilegir krakkar sem munu dreypa á viskubrunninum sem ég mun vísa þeim veginn að! það verður spennandi að takast á við ný verkefni en ég hef aldrei kennt 5. bekk áður. auk þess mun ég kenna bekknum ensku en það hef ég heldur aldrei gert áður, örugglega mjög gaman. það eina sem ég hef útá töfluna mína að setja er að ég kenni matreiðslu 2 sinnum í viku (hálfum bekk (5.DÞA) í hvort sinn). þeir sem hafa heyrt mig ræða matreiðslukennslu vita að hún er engan veginn í uppáhaldi hjá mér, en hver veit, kannski frelsast ég í vetur og kenni eingöngu matreiðslu næsta vetur???

um helgina er okkur hjónaleysunum boðið í 50 ára afmæli hjá ástþóri krónustjóra, pabba hennar ástu steinunnar. það verður örugglega gaman því engir kunna að skemmta sér og öðrum betur en vestmannaeyingar!
góða helgi öll!

mánudagur, ágúst 20, 2007

sumarfríið búið...

jæja sumarfríinu lokið. er byrjuð að vinna. örlítið breytt umhverfi þó skólahúsnæðið sé það sama. spennandi vetur framundan, mun kenna 5. bekk í fyrsta sinn og þar að auki bætist enska við stundaskrána. unglingarnir munu missa af hæfileikum mínum í vetur en það gerir vinnuna ekkert minna spennandi.

eftir 3 fyrstu vinnudagana var okkur hjónaleysunum boðið í bústað í skorradal. gestgjafarnir voru öddi bró og harpa en þau eru orðin svo fínt fólk að þau eiga hlut í slíkum híbýlum. ásamt okkur voru pabbi og gulla, maggi, helga lind og sigríður birta.
þetta var einstaklega ljúft. slakað á í pottinum, borðað endalaust af góðum mat, mikið spjallað, djöflast á jetski á vatninu, spilað, farið í jarðarberjamó (lýg því ekki!), leikið í sandkassa og hoppað á trampólíni. bara gaman enda hittumst við öll alltof sjaldan. mér fannst vanta þær systur telmu og heklu en kannski mæta þær næst.
svo þegar líða tók að heimferð þá tókum við gunni minn rúntinn í stíflisdal að heimsækja ransý systur ella pé og hennar ektamann, en þar eiga þau sumarbústað. alltaf gaman að koma þangað enda ransý sífellt með nýbakað á borðum. gunni slasaði sig í fótbolta þar í keppni við töluvert yngri drengi. ekki alvarlega samt en er nú með slæmsku í hné. eftir notalega stund hjá ransý og eiríki þá brunuðum við í þorlákshöfn og sváfum værum blundi alla leiðina heim.

í dag hófst svo ný vinnuvika og það verður sko nóg að gera áður en að kennsla hefst á föstudag (svitn) en allt kemur þetta með kalda vatninu!

föstudagur, ágúst 10, 2007

að þjóðhátíð lokinni


jæja, þjóðhátíð liðin og sumarið þar með búið.

þetta var ein besta þjóðhátíð í heimi og seimi. tjaldið var ekki fokið á föstudeginum þrátt fyrir hvell um nóttina, nýja kommóðan og dúkurinn og myndirnar og blómin sómuðu sér vel í tjaldinu, veitingarnar voru dýrindis og ég þarf að baka fleiri en 120 skinkuhorn fyrir næstu þjóðhátíð það er nokkuð ljóst. veðrið var alveg geggjað gott, allir í góðu skapi og um 11 þúsund manns í dalnum þegar mest var.

hér voru ekki nema 14 gestir og allt kvenkyns, gunna og nágranna okkar til mikillar gleði. (lesið betur um það á síðunni hans gunna) reyndar 9 fótboltastelpur í garðinum en restin gisti inni. aldrei verið svona margir en það gekk ótrúlega vel að hleypa öllu þessu kvenfólki á klósett og í sturtu. gunni minn er geðveikt þolinmóður!

hefðirnar dásamlegu voru að sjálfsögðu á sínum stað.

föstudagur: setningin, kökuveisla í tjaldinu eftir það, grænmetissúpa heima, kvöldvaka, brennan, fara á tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

laugardagur: vakna og chilla heima framan af degi (hef ekki enn lært að fara inn í dal að deginum nema til að vesenast fyrir helv..... leikfélagið en það er önnur saga), borða afganginn af súpunni, kvöldvaka, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansa eins og vindurinn, taka bekkjarbíl heim.

sunnudagur: vakna og chilla heima, fara til ástu steinunnar og undirbúa mat með henni (læri, brúnaðar og tilheyrandi) enda veitir ekki af hjálpinni þar sem 23 voru í mat núna, skyrta og þjóðhátíðarbindi, farið í dalinn, kvöldvaka, brekkusöngur, týna röddinni, flugeldasýning, tjaldpartý, tjaldarölt, dansað eins og vindurinn, tjaldarölt, dansa meira, gunni farinn heim, tjaldpartý, fara á litla pallinn á síðustu metrunum, leita að tjaldapartýi, (hvar eru allir???), finna tjaldpartý, sætta sig við að þjóðhátíð sé búin, taka bekkjarbíl heim.

mánudagur: vakna seint og síðar meir, liggja í leti og nenna ekki að byrja að þrífa eftir gestina.

næstu dagar: safna röddinni saman, þvo endalaust af þvotti, þrífa, jafna sig eftir svefnlitla helgi, átta sig á hvað langt er í næstu þjóðhátíð, átta sig á að sumarfríið er að verða búið, o.fl. o.fl.


lesendur mega gjarnan giska á hvað er á myndinni sem hér fylgir en hún var tekin á föstudagskvöldinu af aðalfyndinu.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Þjóðhátíð!

jæja nú er þetta allt að bresta á. komnir tveir gestir í hús og von á fleirum þegar líður á helgina. setningin Ingunn og Skarphéðinn gengu inn með firðinum í sólskinsskapi, verður á eftir kl. 16.00 og eftir það liggur leiðin upp á við í djamminu.
tjaldið orðið klárt (ýkt fullorðins með blómum og allt í vasa), lundinn soðinn, skinkuhornin tilbúin og svo smurt á eftir. JIBBÍ!
gleðilega Þjóðhátíð öllsömul!