föstudagur, febrúar 24, 2006

nú erum við gunni minn orðin menn með mönnum. búin að eignast lappa og erum með þráðlaust net! vúhú! almennilegt ekki satt? þá getur maður hangið fyrir framan tölvuna annarsstaðar en innilokaður í herbergi og þó svo að annað okkar sé í tölvunni getur hitt líka farið í tölvuna...magnaður andsk....
annars hefur flensuviðbjóðurinn sem hrjáði gunna minn í síðustu viku breiðst út og hefur nú lagst á mig og bínu (nýja gælunafnið hennar cassýar). erum núna hóstandi og hnerrandi hvor í kapp við aðra. hef samt harkað af mér og mætt í vinnuna síðustu þrjá daga (er ekki nógu veik!!!) og er að fara í fertugsafmæli á morgunn þannig að maður þarf að reyna að hressa sig við.
vegna alls þessa fór ég að velta fyrir mér fyrirbærinu hori. er einhver maskína inni í manni sem framleiðir þennan viðbjóð sem flæðir út um nasirnar á manni þessa dagana? þegar maður er sprækur er þá verkfall í horverksmiðjunni? ætli ég sé kannski komin með óráð farin að velta þessari vitleysu fyrir mér? best að skríða upp í með hitapoka og korktappa í nefi.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

parlez vous francais?

tíminn líður hratt eins og þar stendur. alltof langt liðið frá síðasta bloggi, þetta er eiginlega farið að verða venja frekar en undantekning hjá mér en það verður að hafa það...
maður er svona að byrja að jafna sig eftir tónleikana (depeche mode rúlar!!!) enda er maður búinn að vera á þeytingi síðan. en mikið var gaman að koma til lilju og félaga í meximeux. vel þess virði að eyða svona miklum tíma í ferðalög fyrir svona stutt stopp. það var reyndar skítakuldi allan tímann en eins og lilja orðaði það svo skemmtilega þegar við vorum norpandi í kuldanum í lyon: það er örugglega voðalega huggulegt hér á sumrin!!! og það er örugglega hárrétt! hlakka til að fara þangað aftur þegar hlýrra er orðið, til að borða snigla a la ari páll og sötra á frönsku rauðvíni sem er haldið við rétt hitastig í þartilgerðum skáp.
elsku lilja og fjölskylda takk æðislega fyrir mig, ég á eftir að lifa á þessari ferð lengi.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

sjaldséðir hvítir eða þannig....

hei fans....
hef ekki getað póstað eða hóstað neinu hér inn vegna tæknilegra örðugleika.
átti frábær jól og áramót eins og vonandi flestir (skrifaði einmitt heillangan pistil um jólaspikið sem aldrei komst inn útaf þessu rugli...)
en er eins og er í smábænum meximeux í france hjá henni lilju minni ennþá hálfdösuð eftir geggjaða tónleika með depeche mode í lyon í gær...sjitt fokk piss hvað var gaman.
fer heim aftur á morgunn (búhú...) en æll bí bakk! hvenær sem það annars verður.
huxið til mín á morgunn meðan ég ferðast heiminn hálfan til að komast til eyjunnar fögru!