föstudagur, september 28, 2007

undanfarið...

gunni minn komst heilu og höldnu heim í heiðardalinn. tók þrjár flugvélar, rútu og bát til að komast til sinnar heittelskuðu (sko mín...). hann kom hlaðinn sælgæti úr tollinum sem við og gestirnir okkar, laila og lúlli, gátum gætt okkur á. það var rosagaman hjá okkur um síðustu helgi enda ekki um hverja helgi sem maður fær svona skemmtilega gesti. við borðuðum mikið af góðum mat, hlógum mikið, spiluðum, teiknuðum og ég veit ekki hvað og hvað. ýkt gaman! takk fyrir komuna elsku edlin mín tvö.
annars hefur verið rólegt í kotinu síðan gunni minn kom heim. skítaveður þannig að við höfum að mestu hangið inni. gunni minn er reyndar as ví spík að hjálpa mömmu hans ella að standsetja íbúðina sem hún var að kaupa sér, honum leiðist sko ekki í landlegunni.
á morgunn er svo lundaballið. mikið gaman og mikið grín! árshátíð bjargveiðimanna, eins og þetta er kallað, klikkar sko ekki. þetta verður nottlega ekki eins flott og hjá bröndurunum í fyrra, þrátt fyrir stór orð þeirra elliðaeyjinga, en gaman samt.
sí jú...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er nú gott að gunni þinn er kominn heim... en annars bara að kvitta fyrir mig...

Nafnlaus sagði...

ég gleymi alltaf að skrifa nafnið mitt... erla ásmundsdóttir hér og líka með þetta fyrir ofan

Nafnlaus sagði...

Gott að Gunni lagði allt þetta ferðalag á sig til að komast heim til þín :O)

Kv,
Stella.

Véfrétt sagði...

Hey, hvað ef honum hefði snúist hugur á milli flugvélar tvö og þrjú?