er komin á fastalandið og ég var varla búin að leggja bílum heima hjá mömmu þegar við brunuðum í samfloti með vilborgu móðu og ömmu til hveragerðis.
þar var að sjálfsögðu farið í eden og étinn ís. svo var farið í sumarblómaleiðangur. amma og vilborg þurftu að versla soltið. og þvílíkt og annað eins úrval! ég er nú ekki mikil blómakona en ég þurfti að halda aftur af mér svo ég hefði ekki sjoppað þar til ég hefði droppað. en ég er svo upprifin eftir þessa reynslu að ég hef ákveðið að fara snemma af stað þegar ég fer heim og koma við í blómahafinu áður en ég fer í jólfinn. það verður því heldur en ekki blómaskrúð á ásaveginum í sumar!!!
miðvikudagur, júní 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blóm eru lovely :) Ég elska blóm, þau eru svo fjölskrúðug...ég var reyndar að drepa eitt um daginn en það skiptir engu af því það var svo líkt einhverjum arfa...hahaha...:) Þarf þá að kíkja á þessa blóma búllu sem þú mælir svo vel með, aldrei að vita nema að maður droppi :)
Skrifa ummæli