miðvikudagur, júní 28, 2006

ammli.....

nú er pása frá hm og engir leikir fyrr en á föstudag. verð að segja eins og er að manni hálfpartinn leiðist útaf þessu leikjaleysi. maður verður víst að bíta á axlirnar og finna sér eitthvað að gera.
einmitt þegar ég var að láta mér leiðast í dag þá mundi ég eftir ammæli! ójá hún Hekla Rut er 9 ára í dag. til hamingju með daginn elsku frænka!
sem ég fór síðan að hugsa um ammælið hennar Heklu þá mundi ég eftir fleirum sem ég hef gleymt að minnast á(enda hugurinn allur við fótbolta þessa dagana) og það eru þessi: Eva Hrönn þrítuga(3. júní), Guðný(5. júní), Albert Elías(14. júní), pabbi(15. júní) mamma og Snorri stóri(16. júní) og Árni Dagur. Til hamingju með daginn öll sömul! ég vil reyndar benda á að ég mundi eftir að óska þeim öllum til hamingju með daginn á viðeigandi hátt á réttum dögum. held að ég hafi munað eftir þeim milli leikja....
vonandi er ég ekki að gleyma neinum....sjjjiiii.....

mánudagur, júní 26, 2006

leikurinn í gær!!!

þá er það orðið opinbert kæru vinir og vandamenn: ég er fótboltabulla! horfði að sjálfsögðu á báða leikina í gær, fyrri leikurinn með eindæmum leiðinlegur en seinni leikurinn þeim mun fjörugri! eins og þið hafið kannski séð eru portúgalir mínir menn með figo í fararbroddi.
fyrir ykkur sem ekki sáuð leikinn þá er bara engan veginn hægt að lýsa honum í fáum orðum. dómarinn var einstaklega spjaldaglaður (höldum að hann hafi verið illa haldinn af gulunni) og tveir úr hvoru liði voru reknir útaf, einn úr portúgalska liðinu fór slasaður útaf (og hann grét ronaldo greyið) og ég veit ekki hvað og hvað. svo held ég að það hafi gleymst að segja hollendingum hvað fair play er. og á meðan öllu þessu stóð sat ég á barmi hjartaáfalls yfir þessu öllu saman, argaði og gargaði, tók andköf og greip fyrir augun. og eftir sex mínútur í uppbótartíma fóru mínir menn með sigur af hólmi með einu marki gegn engu.
scolari er sumsé búinn að ná opinberu takmarki á hm og allt annað verður plús. ég hef svo sem engar áhyggjur þannig af leiknum á móti englendingum enda slóum við þá út á em 2004.

og fyrir ykkur antisportista vini mína ekki hafa áhyggjur: þetta er tímabil sem gengur yfir. ég kem aftur til sjálfrar mín eftir úrslitaleikinn 10. júlí!

föstudagur, júní 16, 2006

gestir

um síðustu helgi komu pabbi og gulla og öddi og harpa. það var mjög gaman, mikið borðað, mikið spilað, mikið drukkið af bjór, mikið horft á hm og mikið hlegið. ekki var mikið hægt að vera úti vegna veðurs en okkur tókst þó að skemma næstum því grasið í garðinum við að spila víkingaspilið milli skúra.
pabbi og gulla fóru á sunnudagskvöld án þess að geta unnið í garðinum en öddi og harpa fóru á þriðjudag loksins þegar sólin fór að skína.
ég fékk ekki meira leið á þeim en það að ég er að fara til þeirra í fyrramálið með gubbólfi og þarf að keyra eins og vindurinn til að ná leiknum klukkan eitt.
já ég veit hvað þið hugsið: er nú antisportistinn farinn að fylgjast með íþróttaviðburðum? og svarið er JÁ TAKK!! það var meira að segja ég en ekki gunni sem vildi fá sýn og fékk það svo í gegn. ég missi helst ekki af einum einasta leik og er farin að besservissa um lið, leikmenn og leikfléttur! að vanda stend ég með mínum mönnum í portúgal með figo fremstan í flokki. fyrir ykkur sem ekki þekkið manninn, flettið þá upp í íslenskri orðabók undir orðinu karlmennska og þar er mynd af honum! það segir katla alla vega...
áfram portúgal!!!

fimmtudagur, júní 08, 2006

06.06.06.

bubbi fimmtugur og viðburðaríkur dagur hjá okkur hér á heimilinu.
ég var sett í það að taka upp tónleikana því ótrúlegt en satt þá ákvað gunni minn að fara með himma og fleirum til að prófa nýja paraseilið sem þeir félagar keyptu og fengu í pósti sama dag. ég var að hamast við að þrífa þar sem von var á ödda og hörpu daginn eftir. nú, ásta steinunn kom til að horfa á afmælistónleikana og ég lagði frá mér ryksuguna.
varla var liðinn klukkutími frá því að gunni fór og tónleikarnir hófust þegar hringt var úr símanum hans gunna að láta vita að hann væri staddur á spítalanum og hefði meitt sig soldið. var látin vita að ég yrði sótt. sjitt fokk piss hvað mér brá.
ég var sótt til að fara niður eftir og þar var gunni minn sárkvalin að láta lækninn skoða sig. það slitnaði nefnilega hanalöppin sem bundin var við bátinn og "fallhlífin" dró gunna minn um 100 metra eftir grýttri fjöru áður en hann endaði úti í sjó.
sem betur fer reyndist hann ekkert brotinn, en hann var lagður inn og svo kom í ljós að blætt hafi inn á vöðva í vinstri fæti auk þess sem hann er bólginn og marinn á bakinu, hægri síðunni og hægri fæti.
hann er líka orðinn ýkt frægur, búið að skrifa um hann í bæjarblaðinu og mogganum!!! geri aðrir betur.
hann var svo útskrifaður í dag, gengur við hækju en verður örugglega farinn að leika sér á paraseilinu áður en maður veit af.
ég hugsa samt að ég láti það aðeins bíða að fara í þetta dót...en ofurhugar þarna úti verið velkomnir!!!

laugardagur, júní 03, 2006

sumar sumar sumar...

vaknaði upp úr ellefu í dag eftir flutningspartý hjá snorra í nótt. var hress og kát, smellti mér í sturtu og var svo eiginlega í sólbaði í allan dag á pallinum hjá ástu steinunni. hrika gott veður og svei mér ef ég er ekki bara sólbrunnin. svo fórum við með grillið hennar ástu steinunnar og gaua á pallinn grilluðum rosa góðan mat og fengum okkur smá rautt með úti á palli!!! við ásta steinunn vorum einmitt að tala um hvað þetta var skandinavískt að sitja úti (reyndar með teppi yfir löppunum) og sötra rautt og bjór svo eftir það. ýkt kúl geðveikt! svona gerist bara á suðurhafsparadísinni. svo verður nú eiginlega að fylgja með að þetta var eiginlega doldið mikil þjóðhátíðarstemming á pallinum, gott veður og bjór, það er bara þjóðhátíð eins og alþjóð veit!!! juuuuuu hvað ég hlakka til þjóðhátíðar!

föstudagur, júní 02, 2006

skólaslit...

vei!!! er að fara á skólaslitin mín núna kl. 11.00. þrátt fyrir að skólinn sé tæknilega búinn núna á eftir þá eru samt tveir vinnudagar eftir helgina :-( en sumsé þá er sumarfríið rétt handan við hornið. kæruleysi, sól, sumarylur og frí, frí frí... gerist ekki betra! svo er nottlega hm að fara að byrja. fallegir karlmenn að elta bolta, sem hrækja og faðmast og kyssa hvern annan. er það ekki nokkuð mikið svona metró?
allavega verður figo með portúgalska liðinu svo að það er skylda mín að horfa! eins og katla komst að orði í kringum em: ef það væri mynd við orðið karlmenni í orðabók, þá væri mynd af honum þar mmmmmmmmm.......