föstudagur, janúar 14, 2005

einu sinni var...

einu sinni var lítil kona og stór maður. þau áttu meðalstóra íbúð og kött. þau ákváðu að þau þyrftu stórt hús til að hýsa alla þá gesti sem streymdu til þeirra sí og æ. svo keyptu þau sér hús og allir urðu voða glaðir að hafa nóg pláss þegar þeir kæmu í heimsókn. nú þau þurftu nottlega að setja meðalstóru íbúðina á sölu sem þau og gerðu. og undur og stórmerki: ekki mánuði seinna er íbúðin seld! næstum á uppsettu verði!
litla konan og stóri maðurinn sungu: lífið er yndislegt... þangað til þau þurftu að búa á götunni í tvo mánuði þar til að þau fengju stóra húsið afhent. í þessa tvo mánuði sungu þau: rabbabara rúna... til að létta sér lund enda er þetta hresst lag. og dag nokkurn, nánar tiltekið 1. júní fluttu þau inn í stóra húsið og lifðu hamingjusöm upp frá því!

mánudagur, janúar 03, 2005

gleðilegt ár og allt það...

jæja þá er árið 2005 gengið í garð og hið óumflýjanlega mun gerast nú á næstu dögum....ég mun verða þrítug. ó mæ god! en ég mun taka þessu með stóískri ró eins og mér einni er lagið. ég mun eyða afmælisdeginum í sveitasælu og ró og friði, með andlegan stuðning fjölskyldunnar mér til halds og trausts. ég mun anda rólega, stunda innhverfa íhugun um fertugsaldurinn og drekka ótæpilega af rauðvíni til að gleyma allri þessari vitleysu sem tengist því að eldast!
svo mun ég halda áfram að drekka til að gleyma helgina eftir þar sem ég mun njóta félagsskapar vina og kunningja sem munu hvetja mig áfram til að verða hundgömul þannig að ég geti haldið mörg ammælispartý í viðbót!