miðvikudagur, september 19, 2007

á leið í land

jahá! gunni minn er á leið í land. þeir eru komnir með nóg til að landa og stefna nú hraðbyri á noreg eftir að hafa verið að mokfiska í norskri landhelgi. gunni minn, ásamt fleirum, er á leið í frí og þeir sem verða eftir á norskri grundu munu fljúga heim á föstudag. jibbí! hann nær væntanlega seinni herjólfi og getur því verið gestgjafi með mér þegar laila og lúlli láta sjá sig um helgina. það verður sko gaman! jiiiiiiii....hvað ég hlakka til!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Samgleðst þér
Pabbi