mánudagur, mars 19, 2007

peningalykt

það eru margir sem búa í sjávarplássum sem dásama hina svokölluðu peningalykt. fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það fýlan sem kemur þegar verið er að bræða loðnu/síld/kolmunna í mjöl.
ég hef aldrei verið hrifin af þessari lykt og þessa dagana er þetta alveg að fara með mig. það er líklega verið að bræða u.þ.b. vikugamla loðnu sem hefur legið einhvers staðar í viðbjóði og lyktin er eftir því. svo vill ekki betur til en að það er líka hæg norðanátt (þ.e. í dag) og því liggur leið þessa fnyks akkúrat yfir hverfið mitt. mér finnst húsið mitt anga af þessu ógeði og ilmkertin sem ég kveikti á í kvöld slá ekkert á þetta. gunni minn segir að vindáttin breytist á morgunn þannig að ég get í alvörunni andað léttar!

ég kveð ykkur með andarteppu og vonandi verð ég orðin rík af óverdósi af þessari fýlu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er einhverntíman hæg átt í Eyjum???

Nafnlaus sagði...

vil benda á að hér er alltaf logn! það er bara mismikið á hreyfingu...
d.