mánudagur, apríl 23, 2007

vorið góða grænt og hlýtt...

ég ELSKA þennan árstíma þegar allt er að vakna! við fórum í tuðruferð í gær; við sáum selinn aftur á sama stað og síðast, annan sel, öllu stærri, sem dólaði sér norðan megin við heimaey, svartfugl og rita farin að koma sér fyrir á klettasyllum, pokaendur (æðarfugl) eru ótrúlega margar hér í ár en lundinn ætlar að láta bíða eftir sér. ég mun láta ykkur vita um leið og lundinn sest upp, því þá fyrst er komið sumar hér á suðurhafsparadísinni.

annars er allt fínt að frétta. kórinn söng á tónleikum um helgina með tveimur kórum, annar frá þorlákshöfn og hinn frá borgarfirði syðri. vel heppnað og gaman!
við kíktum í afmælisbjór til jórunnar (til hamingju með daginn jórunn!) og svo fór helgin bara í almennt tsjill.

gunni minn er aftur farinn á sjó. (grenj...) en hann vonar að túrinn taki viku því að það er víst þrusuveiði á kolmunna. þeir verða aðeins nær íslandi núna miðað við síðast. mér skilst að þeir verði einhversstaðar kringum færeyjar. og talandi um færeyjar....dánánáná....

...við gunni minn ætlum nefnilega að fara til færeyja í sumar og eyða u.þ.b. 10 dögum í góðu yfirlæti. við ætlum að fljúga en við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við ætlum að vera á hóteli í þórshöfn (ótrúlega freistandi) eða leigja okkur bústað. svo ætlum við að leigja okkur fjallabíl og rúnta um allar trissur og hver veit nema maður fari í ferjur til að skoða þær eyjar sem ekki eru í vegtengingu við restina af landinu.
jeeeeeeminnnn hvað ég hlakka til! færeyjar eru ðe pleis tú bí!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vildi bara kvitta fyrir innlitið en allavega að þá eru nákvæmlega 3 dagar síðan að lundinn kom í ystaklett samkvæmt öruggum heimildum frá honum karli föður mínum. en allavega... hvafðu það gott rófan mín :)

Nafnlaus sagði...

Ertu búin að skoða diskinn sem ég lét þig hafa ?

Nafnlaus sagði...

Hva? Á ekki að fara á tuðrunni??? Þetta verður ábyggilega geggjað stuð. Öddi bró

Nafnlaus sagði...

Mundu nú að rifja upp minningar úr skólaferðalaginu forðum til Færeyja!
Þið Oddur í algleymingi!!
Hugsa til þín daglega,
Liljus