mánudagur, október 29, 2007

síðan síðast

það hefur verið frekar rólegt hjá okkur hjónaleysunum undanfarið. helgin var þó viðburðarrík. við fórum í partý með áhöfninni á huginn ve á föstudagskvöld. það var rosagaman, góður matur og góður félagsskapur. ég var líka að hitta margt af þessu fólki í fyrsta sinn, það verður örugglega ennþá skemmtilegra að hitta þetta fólk og eyða tíma með því á sjómannadaginn!
ég fór þó tiltölulega snemma heim þar sem ég var að leggjast í langferð daginn eftir. jú, það var komið að bogguhittingnum.
ég flaug á bakka og tók bílaleigubíl, þennan líka fína yaris á sumardekkjum (svitn...). svo lá leiðin á hljómsveitaræfingu á flúðum. elín og guðrún tóku vel á móti mér ásamt ronju og bergnýju. svo eyddum við deginum í spjall og undirbúning fyrir matinn. þegar leið að kvöldmat komu fanney og árni með krakkana sína tvo (sem ég var að sjá í fyrsta skipti...(roðn)) og svo komu sigga og svenni með þríburana. það var því í nógu að snúast fyrir alla fullorðna þarna inni! þetta var ósköp notaleg kvöldstund og gaman að hitta þessar kjarnakonur. það eru liðin ansi mörg ár síðan við vorum allar undir sama þaki svo að það þurfti mikið að spjalla. þegar leið fram á kvöld fór barnafólkið aftur til síns heima en við hinar sátum áfram að kjafta, fórum í pottinn, kjöftuðum meira og elín sýndi snilldartakta sem skífuþeytari. takk stelpur (jú og strákar) fyrir frábært kvöld.
svo keyrði ég sem leið lá aftur á bakka daginn eftir í frekar mikilli hálku og snjó fyrir þennan eðalkagga. en þó að það sé gaman að fara í svona ferð þá er alltaf gott að komast heim á eyjuna fögru í faðm gunna síns.
nú getur maður farið að hlakka til næstu helgar en þá ætla kvennóskutlurnar að hittast í sumarbústað. jiiiiii hvað ég er spennt!

fimmtudagur, október 18, 2007

já ég veit...er búin að vera hauglöt að blogga. það hefur heldur svo sem ekkert merkilegt verið að gerast undanfarið. gunni minn er þó ennþá heima og gott að geta eytt tíma með honum. hann fer samt aftur út á sjó eftir u.þ.b. viku og ég mun verða grasekkja enn á ný.
en þó lítið sé að frétta af lífi okkar hjónaleysanna undanfarnar vikur þá er margt skemmtilegt framundan:
  • boggurnar úr kennó ætla að fara að hittast síðustu helgina í október. löngu kominn tími á hljómsveitaræfingu og ég er systrunum í sandý mjög þakklát fyrir að drífa okkur af stað.
  • kvennóskutlurnar eru svo að fara að hittast fyrstu helgina í nóvember í notalegum bústað. það er komin hefð fyrir þessum hittingi og spennandi verður að sjá hver vinnur spurningakeppnina: besta vinkonan þetta árið. vek athygli á því að ég vann í fyrra!
  • jólahlaðborð á hótel geysi um miðjan desember. erum búin að panta fyrir allan hópinn og þetta verður eflaust gargandi snilld eins og undanfarin ár.
  • pabbi og gulla koma í heimsókn einhvern tímann bráðum. þá ætla ég að nýta sambönd mín og láta kallinn halda fyrirlestur fyrir 5. bekk um fatasöfnunarverkefnið. hlakka mikið til að fá þau!

man ekki eftir meiru í bili sem stefnt er að að gera, það verður örugglega meira ef ég þekki mig/okkur rétt.

afmælisbörn október til hamingju með enn eitt árið: pétur mágur, harpa mágkona, harpa vinkona, sara sæfinnudóttir, agnes lilja, birgitta ósk og allir aðrir sem eiga ammæli í október.