laugardagur, júní 03, 2006

sumar sumar sumar...

vaknaði upp úr ellefu í dag eftir flutningspartý hjá snorra í nótt. var hress og kát, smellti mér í sturtu og var svo eiginlega í sólbaði í allan dag á pallinum hjá ástu steinunni. hrika gott veður og svei mér ef ég er ekki bara sólbrunnin. svo fórum við með grillið hennar ástu steinunnar og gaua á pallinn grilluðum rosa góðan mat og fengum okkur smá rautt með úti á palli!!! við ásta steinunn vorum einmitt að tala um hvað þetta var skandinavískt að sitja úti (reyndar með teppi yfir löppunum) og sötra rautt og bjór svo eftir það. ýkt kúl geðveikt! svona gerist bara á suðurhafsparadísinni. svo verður nú eiginlega að fylgja með að þetta var eiginlega doldið mikil þjóðhátíðarstemming á pallinum, gott veður og bjór, það er bara þjóðhátíð eins og alþjóð veit!!! juuuuuu hvað ég hlakka til þjóðhátíðar!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefði gjarnan viljað sitja þarna með þér Drífa mín og sötra smá rautt og bjór! Vonandi verður ekki langt þangað til við hittumst næst! Riiiisaknús og sakn frá mér.

Skoffínið sagði...

Ohhh já hlakka til að koma á pallinn í sumar og sötra undir teppi með þér!!! knús yfir hafið
Eva Hrönn