öðððððga langt síðan ég bloggaði síðast enda hef ég verið tölvulaus uppi á landi svotil allan júlímánuð og svo kom nottlega þjóðhátíð og enginn tími til að blogga. og fyrir þá sem aldrei hafa verið á þjóðhátíð þá fer lítið fyrir öðru en glasalyftingum og úrsofelsi.
ástæðan fyrir veru minni uppálandi í júlí er auðvitað sú að mamma og lucy komu heim í byrjun júlí og hefur júlímánuður farið aðallega í það að lóðsa mömmu milli spítalastofnana í vestmannaeyjum og reykjavík og að hafa ofan af fyrir systur minni inn á milli. þetta var nú reyndar ekki á planinu en lán í óláni að hún skuli hafa veikst hér og að hún fái líklega bót meina sinna áður en langt um líður.
en nú fer að styttast í að maður fari að byrja að vinna við grunnskóla vestmannaeyja. en þangað til ætla ég að fá til mín lucy og heklu dóttur hans magga bró sem nóta bene er orðinn skólastjóri á snæfellsnesi, þ.e. maggi ekki hekla.
en þangað til seinna.....
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli