þriðjudagur, maí 23, 2006

helgin

já helgin viðburðarík. júró og auðvitað ammælið hans ödda. fann ekki eins mikið fyrir fjarveru minni frá júrópartýinu á litla grikklandi þar sem ammælið var mjög skemmtilegt. fengum að horfa soldið á júró og videomyndin sem við familían bjuggum vakti mikla lukku.
elsku öddi uppáhalds litli bróðir minn: innilega til hamingju með 30 ára ammælið á sunnudaginn!

ég skemmti mér svo vel um helgina að maður er eiginlega orðinn veikur og það á versta tíma. prófatími, skóladagurinn að bresta á og svo framvegis..... ekki skemmtilegt. ég er einmitt komin heim eftir að hafa lagt fyrir stærðfræðipróf í morgunn og ætla fara yfir það hér undir teppi með te í krús. ég er með einhvern hita en ég ætla að ná þessu úr mér. hef ekki tíma í þessa vitleysu. hver verður líka veikur svona í sumarbyrjun??? á maður ekki að fá flensu á veturna??? andsk.....

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Vona að þú sért búin að ná þér af flensunni:)

Sakna þín

knúsíkrús