sunnudagur, febrúar 19, 2006

parlez vous francais?

tíminn líður hratt eins og þar stendur. alltof langt liðið frá síðasta bloggi, þetta er eiginlega farið að verða venja frekar en undantekning hjá mér en það verður að hafa það...
maður er svona að byrja að jafna sig eftir tónleikana (depeche mode rúlar!!!) enda er maður búinn að vera á þeytingi síðan. en mikið var gaman að koma til lilju og félaga í meximeux. vel þess virði að eyða svona miklum tíma í ferðalög fyrir svona stutt stopp. það var reyndar skítakuldi allan tímann en eins og lilja orðaði það svo skemmtilega þegar við vorum norpandi í kuldanum í lyon: það er örugglega voðalega huggulegt hér á sumrin!!! og það er örugglega hárrétt! hlakka til að fara þangað aftur þegar hlýrra er orðið, til að borða snigla a la ari páll og sötra á frönsku rauðvíni sem er haldið við rétt hitastig í þartilgerðum skáp.
elsku lilja og fjölskylda takk æðislega fyrir mig, ég á eftir að lifa á þessari ferð lengi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Drífa mín, okkar var ánægjan að hafa þig þennan allt of stutta tíma! Sjáumst vonandi betur sem allra fyrst og þá verður Gunnlaugur að vera með! DM rúlar það er ekki spurning, frábært að aldagamall draumur okkar beggja skyldi loksins hafa ræst,
Þín Lilja