fimmtudagur, september 28, 2006

omg!!!!

mér er orða vant, aldrei þessu vant...
ég er með kveikt á sjónvarpinu núna (sem er ekki í frásögur færandi) en í gangi er þátturinn: í sjöunda himni með hemma gunn á stöð 2. ég fékk kjánahroll um leið og raggi bjarna (sem reyndar er alltaf í flottum jakka!) kallaði á hemma til að syngja með sér...
ég er að hugsa um að segja upp áskriftinni af stöð 2 og afþakka viðskipti mín við 365, djöfulsins viðbjóður sem þessi þáttur er!!! er verið að hafa íslensku þjóðina að fífli??? það er ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er!

eins og þið kannski sjáið þá mæli ég ekki með þessari vitleysu....oj!

Engin ummæli: