þriðjudagur, apríl 18, 2006

páskafrí...

páskafríið búið... kom heim í dag. alltaf gott að komast heim og kisurnar fögnuðu okkur vel og innilega.
við höfðum það þrusugott. á laugardag var okkur boðið í mat hjá kötlu og örvari ásamt lailu og lúlla og pollyönnu. enska var tungumál kvöldsins þar sem pollyanna kemur frá konungsríkinu englandi. mjög gaman, góður matur, gott rauðvín og góður bjór. katla og örvar takk fyrir gott boð!
sunnudagurinn fór í að jafna sig eftir matarboð kvöldsins áður og svo var farið í mat til pabba og gullu. þar fengum við að sjálfsögðu alveg rosagóðan mat og vorum í góðum félagsskap ödda og hörpu og krakkanna hennar gullu. mjög notaleg kvöldstund!
svo rann upp mánudagurinn bjartur og fagur. plan dagsins: sjæna sig, mæta í fermingarathöfnina hennar Thelmu Rutar og svo éta á sig gat í veislunni... og þetta gekk eftir. Thelmu tókst að fermast með glæsibrag í háteigskirkju og svo tjilluðum við í smá stund og svo var haldið til veislu. Thelma mín er orðin glæsileg ung stúlka og þó svo að ég hafi velt því fyrir mér að halda ræðu þá hætti ég við það um leið þar sem ég var orðin grátklökk við tilhugsunina... já svona er þetta með mann. ég held að Thelma hafi verið mjög fegin þegar ég sagði henni frá þessu! það er erfitt að vera unglingur sem skammast sín fyrir allt og fá svo kannski gamla frænku sem bullar og grenjar í fermingarveislunni manns! en hún slapp við það blessunin...
innilega til hamingju með daginn elsku Thelma Rut!!!
svo fórum við í bíó um kvöldið. á lucky no. slevin. helv... góð mynd, mæli með henni.
svo vöknuðum við fyrir allar aldir til að græja sig fyrir heimferðina. mæli með herjólfi þegar maður er sybbin, það er nánast ekkert eins gott og að sofa um borð í jafnmikilli blíðu og var í dag...zzz... og svo: there´s no place like home!

Engin ummæli: