miðvikudagur, september 13, 2006

íþróttabölið

jú ennþá er maður að hamast í ræktinni. og hressleikinn sem því fylgir hefur orðið þess valdandi að ég hef ekki haft orku til að halda mér vakandi yfir magna okkar. þar af leiðandi hef ég ekki getað tekið þátt í samræðum á kaffistofunni í vinnunni. en það kemur svo sem ekki að sök þar sem ég er alveg að verða ótrúlega mjó.
en nú verður frökenin að taka sér smá hlé frá lyftingum, hlaupabrettum og magaæfingum. og ekki er það af spennandi ástæðu! ónei! mér tókst að ná mér í íþróttameiðsl í ákafa mínum eftir mjókkun. náði að togna við hægra herðablað og er óvíg eftir. varð meira að segja að fara heim úr vinnu í morgunn alveg sárkvalin.
en þrátt fyrir þetta mótlæti er ég ekki af baki dottin, þó að ræktin bíði smá, að þá ætla ég upp á land á morgunn og vera mjög fagleg á kennaraþingi og að því loknu fara í geððeka ferð með lailu, evu og helgu dís í sumarbústað. vei!

Engin ummæli: