föstudagur, september 29, 2006

brandaraball????

já hvað er nú það. lundaballið er annað kvöld og að þessu sinni eru það bjargveiðimenn í eyjunni brandi (brandarar) sem sjá um gleðina. hann gunni minn er einmitt brandari og hefur sýnt geysilega leikhæfileika ásamt fleirum í skemmtiatriðum kvöldsins. ég er einmitt búin að fá að sjá smá...enda væri annað rugl þar sem ég bý nú með manninum.
já árshátíðirnar gerast ekki skemmtilegri en þetta, lundi eldaður á ótrúlegasta hátt, ógeðslega fyndin skemmtiatriði, sungið og trallað, skemmtilegt ball og miðnæturhumarsúpa fyrir fólk á öllum aldri sem hefur náð þeim áfanga að kaupa áfengi og tengist þessum vitleysingum sem finnst gaman að snúa fugla úr. alla vega hefur verið ýkt gaman í þau skipti sem ég hef farið og því hlakka ég ýkt til...
lundaball rokkar!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun ljúfan, æ hvað ég væri til í smá djamm með þér! *snökt*