mánudagur, apríl 03, 2006

jæja nú er komið nóg af kulda og snjó!!! búið að vera viðbjóðslega kalt á suðurhafsparadísinni eins og á norðurey (a.k.a. ísland) og ég segi bara hingað og ekki lengra. er farin að þramma um eyjuna fögru á hverjum degi til að reyna að losna við spikið og er það vel. en ómægod hvað það hefur verið kalt undanfarið! svo í dag gekk ég sem leið lá um nýja hraunið og hafði ákveðið að taka soldið stóran hring heim en hvað gerist? sé ég ekki hvar óveðursskýin hrannast upp yfir dalfjallinu og stefna hraðbyri til mín. nú hvað gat ég annað gert en að stytta mér leið annars hefði ég getað orðið úti! þegar ég var á sprettinum heim brast á þetta líka haglélið og mátti litlu muna að það litla hold sem stóð út undan húfu og háum úlpukraganum hefði verið illa útleikið undan grjóthörðu haglélinu.
að þessu sögðu krefst ég þess að nú verði settar fram kröfur og safnað undirskriftum sem verða síðan sendar veðurstofunni. ég heimta að nú fari þeir félagar að senda okkur vorveður, takk fyrir túkall.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Ég er alveg viss um að það hafi oft orðið mannsföll í hagléli!!! Það er ekki annað hægt að segja en að þú hafir komist heil úr lífsháska og sért í raun survivor (hér ætlaði ég ekki að sletta og leitaði án gríns að íslenska orðinu yfir survivor í orðabók því ég fann það ekki í kollinum. Svo kom í ljós að það er "n. maður sem kemst lífs af; eftirlifandi k." og mér fannst það bara EKKI eins kúl og orðið survivor)

og hana nú