miðvikudagur, apríl 26, 2006

hljóð

fór að velta því fyrir mér hvers vegna sum hljóð láta manni líða vel en önnur ekki. ég t.d. heyrði í hrossagauknum í fyrsta skipti í dag eftir veturinn og mér varð alveg hlýtt inn í mér. þetta er eitthvað svo vinalegt þegar maður heyrir eitthvað svona sem vekur upp ljúfar minningar frá löngu liðnum sumrum á héraði.
sum hljóð láta mann þurfa að pissa, sbr. rennandi vatn.
sum hljóð láta hárin rísa, sbr. að klóra krítartöflu (algjört ógeð!!!)
sum hljóð láta mann fara að hlæja, sbr. prump (hehehe....maður fer bara að flissa við tilhugsunina)
og sum hljóð gera mann hræddan, sbr. bíll að snögghemla (enda er ég tryllt bílhrædd)
en ætli þetta sé ekki allt saman einstaklingsbundið...(og fyrir ykkur sem vitið um lærðar rannsóknir um áhrif hljóðs á mannssálina þá ussssssss........)

Engin ummæli: