enn eitt ammælið...
elsku maggi stóri bróðir til hamingju með 35 ára afmælið! megir þú eiga fjörugan dag í danaveldi og þá segir maður að sjálfsögðu skaal!
annars er allt í gúddí. er á fastalandinu í páskafríinu og eyði því með vinum og vandamönnum. og svo verður ferming á mánudag. thelma rut hans magga er að komast í fullorðinna tölu og að sjálfsögðu verður maður viðstaddur það. það versta við þetta er að manni finnst maður orðinn gamall þegar börnin í fjölskyldunni eru orðin svona stór! ég man eins og gerst hafi í gær kvöldið sem hún thelma mín kom í heiminn. þá fór ég ásamt fleirum á tónleika sem kenndir voru við kók enda haldnir í vífilfelli ehf. að þeim loknum fóru allir niðrí bæ og þar var hringt úr tíkallasíma upp á fæðingardeild til að fá fréttir af barnsfæðingunni... bæ ðe vei hefur einhver séð tíkallasíma nýlega?
já tímarnir breytast og mennirnir eldast...
laugardagur, apríl 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
það eru nokkrir í Kringlunni, SD spurði mig einmitt um daginn af hverju það væru símar þarna, og ég svaraði að kannski þyrfti einhver að hringja, þá svaraði hún, af hverju hringja þeir þá ekki úr símanum sínum? ég efast stórlega um að hún eigi einhverntíman eftir að hringja úr tíkallasíma.
Það er tíkallasími hér fyrir utan hjá mér og ég hef einu sinni notað hann. Það fylgdi því mikil nostalgía hehehe. Ég man eftir kóktónleikunum. Ég fó þangað fyrir utan en mig minnir að ég hafi ekki farið inn. Aftur á móti var ég alltaf að fara á tónleika 16. júní í Laugardalshöll. Those were the good old days (hugs með bros á vör)
Skrifa ummæli