þriðjudagur, ágúst 22, 2006

af mjókkun og fleiru...

nú mjókkar maður sem aldrei fyrr ;) er ennþá dugleg að mæta fyrir allar aldir í ræktina en ætla að fara að skipuleggja það aðeins öðruvísi þegar kennslan byrjar. kemur í ljós hvernig það fer.
annars er skólasetning á morgun þannig að fjörið er að byrja.
er svo að fara í brúðkaup um næstu helgi uppi í sveit í lopapeysufíling hjá helgu dís og þórði. maður er annars varla búinn að jafna sig á brúðkaupinu um síðustu helgi hjá hjalla og beggu. það var ofsa gaman, mikið tárast (í athöfninni, enda syngur hún eva vinkona mín eins og engill!), mikið hlegið og drukkið og borðað og sungið og dansað (í veislunni, það hefði eflaust verið dónalegt að stunda svoleiðis lifnað í kirkjunni). svo ákváðum við gunni að vera ómenningarleg og fara ekki inn í reykjavík heldur skella okkur (ásamt fleirum úr veislunni) á pleijers og svo skemmtilega vildi til að greifarnir voru að spila. svo var bara labbað heim (ekki samt til eyja heldur í íbúðina hjá tengdó).
ég náði líka að hitta aðeins á lilju mína sem var stödd á landinu. hún er ekki enn farin að tala með frönskum hreim en lyktar eins og hvítlaukur (nei bara grín!). öfga gaman að hitta hana og ágúst örn litla sem er ekkert svo lítill lengur, alveg að verða 2.
svo var haldið heim í letikast dauðans en svo hélt leiðin að mjónunni áfram kl. 7.00 daginn eftir...

3 ummæli:

Fanney sagði...

Blezzzuð og takk fyrir innlitið :-)
Þú hefur ekki rekist á Árna á Greifaballinu. Hann var að mixa þá þetta kvöld.

Nafnlaus sagði...

Elsku tjéllan, í mínum huga hefur þú alltaf æðislega mjó og sæt, en ég styð heils hugar heilsuátakið þitt, hefði verið til í að vera með þér, ekki veitir af vöðvunum í slagsmálunum við alla guttana hér (ekki Ara Pál reyndar.. hehe). Annars, takk fyrir æðislegan hitting, eru svo ekki bara aftur DM tónleikar í vetur???? Djííízzz

Nafnlaus sagði...

Elsku tjéllan, í mínum huga hefur þú alltaf æðislega mjó og sæt, en ég styð heils hugar heilsuátakið þitt, hefði verið til í að vera með þér, ekki veitir af vöðvunum í slagsmálunum við alla guttana hér (ekki Ara Pál reyndar.. hehe). Annars, takk fyrir æðislegan hitting, eru svo ekki bara aftur DM tónleikar í vetur???? Djííízzz