fimmtudagur, apríl 27, 2006

gamlir draugar...

jahérnahér... jet black joe bara að gefa út nýja plötu! kannski eru þetta ekki mikil og ný tíðindi fyrir marga en ég var bara að uppgötva þetta í dag. er einmitt að hlusta á diskinn as ví spík í forhlustun á tonlist.is sem ég villtist inn á af tilviljun og só far er þetta bara alveg ferlega fínt! gamla sándið skín í gegn, ýkt kúl geðveikt!
minningarnar hellast yfir mann þegar maður hlustar á þetta enda var þetta eitt vinsælasta bandið þegar maður var ,,yngri"(vil ekki segja ungur...veit ekki af hverju...). eiðahátíðin ´93 (það var víst gaman þar þó að fáir hafi látið sjá sig) og fleira. ussussuss gaman gaman... og nú heldur gleðin áfram, jibbí!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó jeminn eini.... þessi óóóógurlega hátíð 1993.... Sumir eignuðust skringilegan vin sem var nefndur Reynir og aðrir gengu um í "örlítið sjúskuðum" gallabuxum... Hvað varð svo um skærbleika kassettutækið með sundbolnum vöfðum utanum???