laugardagur, október 07, 2006

lundaball

lundaball tókst mjög vel og vel var tekið á því og dansað, talað og hlegið af miklum móð. sá samt enga lunda á dansgólfinu, bara á hlaðborðinu...

gunni minn stóð sig vel í skemmtiatriðunum en ekki eins vel að dansa við spúsu sína. ég var eiginlega allt kvöldið að skanna dansgólfið og reyna að ræna dansherrum og hitti einn mjög góðan en það var enginn annar en séra kristján, sá kann sko að tjútta!

elliðaeyjingar munu sjá um lundaballið á næsta ári. munu þeir toppa þetta? veit ekki, kemur í ljós.

og í framhaldi af þessari umræðu, þ.e. úteyjamálum, þá er gunni minn orðinn fjárbóndi. hann ásamt fleirum var að kaupa 6 nýjar rollur til að hafa í brandinum og þá eru þær orðnar samtals 10. þannig að næsta haust verð ég væntanlega að gera gúllas og hakk, svíða svið, taka slátur, saga niður hryggi og læri, frysta hjörtu, lifrar og nýru og allt annað sem fylgir sláturtíð í sveitum. reynslumeiri félagar mínir eru velkomnir til að hjálpa!

þannig að ég er ekki bara kona útgerðarmanns heldur bónda líka. er þetta ekki voða íslenskt eitthvað? ég er alla vega að fyllast þjóðrembu...

5 ummæli:

Skoffínið sagði...

Ég hef saumað vambir einu sinni og hét því að gera það aaaaaldrei aftur. Það á ekki að upplýsa mann um hvað er í lifrarpylsu eða blóðmör.

Ég hef ekki getað snætt þennan mat síðan.

Þannig að sorrý...ég mun ekki aðstoða þig í þessum bóndakonuverkum.

híhíhí Drífa bóndakona....hljómar vel huhh?

Ble Eva

Nafnlaus sagði...

Ó mæ god hvað ég væri til í að sauma með þér nokkrar vambir!!! Sakna þín geeeeeeðveikt ljúfust!

Nafnlaus sagði...

hæ drífa...
kíkti vid... komin timi til, enda langt sidan sidast... var sjálf nenfilega med svona blogg einu sinni og nu finn eg thad ekki... ergilegt... og ekkert rifjast upp vid ad ksoda thina slód... finn thetta líkelga aldrei... øv... en gaman ad sjá ad thid hafid nog f stafni... og vá thu ert 100% islendingur ;)
knus dagny s

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/]free casino[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/blackjack/index.html]casino bonus[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/bu]casino games[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=718]lubricants[/url]

Nafnlaus sagði...

Loosen [url=http://www.greatinvoice.com]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to conceive gifted invoices in minute while tracking your customers.