mánudagur, júní 26, 2006

leikurinn í gær!!!

þá er það orðið opinbert kæru vinir og vandamenn: ég er fótboltabulla! horfði að sjálfsögðu á báða leikina í gær, fyrri leikurinn með eindæmum leiðinlegur en seinni leikurinn þeim mun fjörugri! eins og þið hafið kannski séð eru portúgalir mínir menn með figo í fararbroddi.
fyrir ykkur sem ekki sáuð leikinn þá er bara engan veginn hægt að lýsa honum í fáum orðum. dómarinn var einstaklega spjaldaglaður (höldum að hann hafi verið illa haldinn af gulunni) og tveir úr hvoru liði voru reknir útaf, einn úr portúgalska liðinu fór slasaður útaf (og hann grét ronaldo greyið) og ég veit ekki hvað og hvað. svo held ég að það hafi gleymst að segja hollendingum hvað fair play er. og á meðan öllu þessu stóð sat ég á barmi hjartaáfalls yfir þessu öllu saman, argaði og gargaði, tók andköf og greip fyrir augun. og eftir sex mínútur í uppbótartíma fóru mínir menn með sigur af hólmi með einu marki gegn engu.
scolari er sumsé búinn að ná opinberu takmarki á hm og allt annað verður plús. ég hef svo sem engar áhyggjur þannig af leiknum á móti englendingum enda slóum við þá út á em 2004.

og fyrir ykkur antisportista vini mína ekki hafa áhyggjur: þetta er tímabil sem gengur yfir. ég kem aftur til sjálfrar mín eftir úrslitaleikinn 10. júlí!

3 ummæli:

Íris Sig sagði...

Ég hélt að hm kláraðist 9 júlí?????
Ekki svo mikill aðdáandi eftir allt... Er það???

Nafnlaus sagði...

Drífa!!!!!! Ég hef í alvörunni áhyggjur!!! (Hvað ef Oddur kæmist aðessu?????)

Drífa Þöll sagði...

jú það er rétt ályktað að úrslitaleikurinn sé 9. júlí, ruglaðist aðeins en ég held ég komist samt ekki til sjálfrar mín fyrr en daginn eftir úrslitaleik, þetta tekur á eins og þeir vita sem til þekkja.
en lilja mín þetta er eins og flensa maður stígur svo upp úr þessu á endanum!!!