mánudagur, september 25, 2006

fyrir áhyggjufulla þá hrjá íþróttameiðslin mig ekki lengur! vei! eftir að óverdósa á bólgueyðandi og liggja eins og skata á hitapoka þá harkaði ég af mér og fór upp á land. jú stefnan tekin á mjög merkilegt kennaraþing Kennarafélags Vestmannaeyja. við eyddum u.þ.b. sólarhring á suðurlandinu í óvæntu roki, enda við ekki vön svona gjólu hér...hehehe... og hlustuðum á merkilega fyrirlestra og skeggræddum skólamál.
þegar kennaraþinginu var formlega lokið eftir skoðunarferð í sunnulækjarskóla á selfossi tók við alveg ógurleg bið. og eftir hverju? ó jú kvenskörungunum sem ég hugðist eiga helginni með í sumarbústað. að lokum komu þær og þær aðstoðuðu við að losna við íþróttameiðslin með pottasvamli og öldrykkju. svo bættist við góður matur og skemmtilegur félagsskapur, hlátrasköll og trúnó, sársaukafullt nudd og scrabble; allt sem þarf til að losna við hnúta í bakinu. (mæli eindregið með þessu!)
ekki nóg með að ég hafi losnað við íþróttameiðslin þá vann ég minn fyrsta bikar!!! (íþróttaferill minn hefur nefnilega verið non-existant)
ég er einstaklega stolt af þessum sigri sem var í spurningakeppninni Besta vinkonan. en þessi keppni mun verða árlegur viðburður héðan í frá og bikarinn farandbikar. þess vegna eyði ég öllum þeim stundum sem ég eyði inni á heimilinu þessa dagana í að pússa bikarinn eða að horfa á hann uppi í hillu inni í stofu. ég ætla sko að njóta þess að hafa unnið bikar! þið megið óska mér til hamingju núna. ég tek gjarnan við skeytum og heillaóskakortum!

Engin ummæli: