föstudagur, júní 16, 2006

gestir

um síðustu helgi komu pabbi og gulla og öddi og harpa. það var mjög gaman, mikið borðað, mikið spilað, mikið drukkið af bjór, mikið horft á hm og mikið hlegið. ekki var mikið hægt að vera úti vegna veðurs en okkur tókst þó að skemma næstum því grasið í garðinum við að spila víkingaspilið milli skúra.
pabbi og gulla fóru á sunnudagskvöld án þess að geta unnið í garðinum en öddi og harpa fóru á þriðjudag loksins þegar sólin fór að skína.
ég fékk ekki meira leið á þeim en það að ég er að fara til þeirra í fyrramálið með gubbólfi og þarf að keyra eins og vindurinn til að ná leiknum klukkan eitt.
já ég veit hvað þið hugsið: er nú antisportistinn farinn að fylgjast með íþróttaviðburðum? og svarið er JÁ TAKK!! það var meira að segja ég en ekki gunni sem vildi fá sýn og fékk það svo í gegn. ég missi helst ekki af einum einasta leik og er farin að besservissa um lið, leikmenn og leikfléttur! að vanda stend ég með mínum mönnum í portúgal með figo fremstan í flokki. fyrir ykkur sem ekki þekkið manninn, flettið þá upp í íslenskri orðabók undir orðinu karlmennska og þar er mynd af honum! það segir katla alla vega...
áfram portúgal!!!

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

Númer eitt: Ég kom líka til þín þessa helgi, en einhvernveginn gleymdiru að tilgreina mig :)
Númer tvö: Bannað að hafa samband þegar þú kemur í bæinn?? :(

Djók..
Ýkt Kúl Geðégt!!!

:)