mánudagur, október 30, 2006

hef reynt eins og rjúpan og fleiri að blogga. tæknin hefur eitthvað verið að stríða mér og ekki viljað pósta þessi frábæru skrif mín. að þessu sögðu kemur hér stuttur listi yfir hvað hefur verið í gangi hjá mér undanfarið.
  • fór um daginn upp á land. eyddi tímanum aðallega með mömmu og öðrum limum sem kenndir eru við fjölskyldu. hún er bara hress miðað við allt og allt. hún er að þyngjast, hún hefur ekki misst hárið og hún er ótrúlega orkumikil. lucy plumar sig vel í skólanum að sögn, dansar ballett eins og vindurinn og bíður spennt eftir því að fá að heimsækja uppáhaldssystur sína til eyja.
  • börnin mín voru í samræmdum prófum um daginn. held að þeim hafi bara gengið nokkuð vel en það kemur að sjálfsögðu í ljós þegar þar að kemur. einhverjir muna væntanlega mínar skoðanir á samræmdum prófum en læt það vera að viðra þær hér aftur. áhugasamir geta hringt eða sent mér póst.
  • er svo að fara á snæfellsnesið til magga bró og fjölsk. um helgina enda er að bresta á vetrarfrí.

tæknin farin að stríða mér ætla að prufa að senda þetta helv....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ elskan, gaman að fá fréttir af þér aftur! Ekkert komið á bloggið þitt svo lengi... Kíkji á hverjum degi, knús frá Langintes í Langintesasýslu

Skoffínið sagði...

Knús frá Hlemmaranum
-varstu ekki veðurteppt og hræddí vonda veðrinu um helgina?
Heyri í þér fljótlega

Eva