mánudagur, september 04, 2006

ég hef verið heldur orkulaus til að koma með eitthvað sniðugt og snjallt á bloggið.
undanfarnar helgar hafa farið í brúðkaup (tvö, hjalli og begga (gott djamm þar og líklega farsælt hjónaband) og helga dís og þórður (býst við ofurfarsælu hjónabandi þar enda partýið ógleymanlegt í sveitinni)) og svo var fertugsafmæli um síðustu helgi (ýkt skemmtilegt, býst við að viðkomandi deyji í hárri elli í hlýju rúmi).
ekki nóg með það að maður sé nýbyrjaður að vinna og undanfarnar helgar ekki til þess fallnar að hlaða batteríin heldur þrauka ég enn í líkamsræktinni. það hefur orðið þess valdandi að ég er dottin útaf öll kvöld uppúr tíu. kannski er það líka aldurinn...
en nú þyngjast augnlokin enda klukkan orðin 22.10......zzzzzzzzz......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"The DD" = Drífa duglegasta!