miðvikudagur, janúar 30, 2008

ammæli


hann gunni minn á afmæli í dag og auðvitað anna systir hans líka. ég veit ekki alveg með hana en hann verður sætari með hverju árinu sem líður og svei mér ef ég er ekki alveg jafn skotin í honum núna eins og fyrst, kannski meira?

hann eyðir deginum sínum um borð í huginn ve og vonandi verða strákarnir góðir við hann. ég er viss um að kokkurinn hann eysteinn muni framreiða einhverjar dýrindis krásir.

elsku gunni minn innilega til hamingju með daginn! ég epla þig!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að Anna ætti afmæli í mars, það sagðir þú einhverntíman. En takk elskan mín og jú Eysteinn var með veislu í allann dag og steik í kvöldmat, luv jú beib

Véfrétt sagði...

Til hamingju með gærdaginn Gunni. (Ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en ég kemst að því hvurslags klám liggur að baki dulmálssagnarinnar ,,að epla" - rannsókn málsins er hafin).

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ammalið Gunni og Drífa til hamingju með kallinn.