sunnudagur, febrúar 03, 2008

skyndihraðahindrun


enn er snjór á eyjunni fögru eins og víðar um landið. á fimmtudag var hellingssnjór en hífandi rok þannig að það var rosalegur skafrenningur. við bjartsýnu kennararnir í 5. bekk ætluðum að fara með liðið í sleðaferð. það gekk ekki...

svo þegar ég kom heim þá hélt ég að gaui hefði komið og mokað fyrir mig innkeyrsluna. svo reyndist ekki vera, megnið af snjónum hafði fokið í burtu. það sem varð eftir myndaði þessa fínu hraðahindrun fyrir framan bílskúrinn. ég hef aldrei átt hraðahindrun áður, þetta er ágætis tilbreyting og aldrei að vita nema ég fjárfesti í einni varanlegri þegar snjóa leysir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli einhverjum finnist þú keyra full glannalega inn í bílskúrinn?
Áttu skóflu til að moka hraðahindruninni í burtu?
Þú ættir að bregða þér á Brák í Borgarnesi næst þegar þú kemur í bæinn. Þú gætir tekið bróður þinn með, hann hefði gott af því leikriti.
Skoðaaðu bloggið mitt frá í gær.
Pabbi

Véfrétt sagði...

Fer í pokann þar sem ég geymi kynlegu staðreyndirnar um Drífu Þöll