föstudagur, janúar 18, 2008

enn snjóar!

ja hérna hér! það snjóar bara og snjóar, þetta er að verða eins og fyrir austan í gamla daga! ætli ég neyðist ekki til að taka fram skófluna eina ferðina enn...djö... ég er alla vega fegin að hafa hætt við að fara upp á land úr því að færðin ætlar ekki að breytast. það verður fínt að kúra sig inni í fannferginu og horfa á em í handbolta um helgina. ég er sannfærð um að strákarnir okkar geti ekki orðið lélegri en í gær. áfram ísland! kannski kíkja líka eva og þór, jafnvel í einn bjór, hvað veit maður?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HíHíHíHí þór bjór, love ju beib