gleðilegt ár allir nær og fjær og takk fyrir það liðna.
við gunni minn áttum góð áramót. það var farið á brennu kl. 17.00 og að sjálfsögðu var þessi líka fína flugeldasýning í boði björgó. svo fórum við heim og dunduðum okkur við að gera klárt fyrir matinn. að fenginni reynslu vissum við að ekki yrði nauðsynlegt að flýta sér þannig að við undirbjuggum humarinn, sturtuðum okkur og borðuðum svo um átta. maturinn heppnaðist sérstaklega vel hjá okkur og máltíðin einstaklega rómó eins og fyrr.
svo settumst við fyrir framan sjónvarpið og biðum eftir hjalla og beggu. að venju komu þau fyrir skaupið og við vorum öll sammála um að þetta hafi verið hið fínasta skaup. ágætis tilbreyting að minna var gert grín að stjórnmálamönnum en oft áður. kannski taka menn þetta aðeins til sín og minnka þjóðrembinginn.
eftir skaupið kom snorri og fljótlega urðu þeir strákarnir alveg snar þegar líða tók að miðnætti. þá voru borin út heilu tonnin af flugeldum. sem dæmi má nefna að fjórar risakökur voru settar út á götu á bretti fyrir nú utan allt hitt sem var sprengt. ég hef heyrt að nágrannarnir séu að velta fyrir sér hvaða geðsjúklingar búi á 24. þetta var sumsé allt voða flott og í hamaganginum missti ég af því að sjá þegar gamla árið fór og nýja kom í sjónvarpinu, í fyrsta skipti að eilífu held ég. begga vill meina að það boði gott fyrir næsta ár, ég treysti því.
svo fóru menn að mæta í partý þegar leið á nóttina og hér varð heljarinnar geim. síðustu gestirnir fóru þó óvenjusnemma eða uppúr fimm, en við hjónaleysin nenntum ekki á ball.
svo hefur vikan verið róleg þar sem ég byrja ekki að vinna fyrr en á mánudag. við reyndar erum búin að taka niður skrautið, gerðum það í dag, þar sem vestmannaeyingar eru klikk og halda þrettándann í dag. jólaljósin fá þó að vera fram til 23. janúar enda komin hefð fyrir því.
afmælisbörn janúarmánaðar fá hér kveðju:
elín y, kristjana, bibbi, laila, þríburarnir, andrea, eva vals, ég sjálf, örvar, bergný rokk, gunni minn og anna stefanía og síðast en ekki síst fanney.
ég veit að ég hef verið löt við að óska fólki til hamingju með daginn undanfarna mánuði en : til hamingju!
laugardagur, janúar 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Úúúú bara rómó..gott að heyra :O)
Frétti að það hefði verið ball í kiwanis..og að það hefði verið eins og í sardínudós, svo margir í litlu plássi!! Hehe..
Hafið það gott :O)
Heyrumst fljótlega kæra frænka..
Kv,
Stella.
Hæhæ og takk fyrir síðast.
Kv Erla "Smella"
Skrifa ummæli