mánudagur, janúar 21, 2008

vedur.is

ég held ég geti bráðum breytt nafninu á kennarasleikjunni í vedur.is. ég er nefnilega orðin eins og gamall kall og tala bara um veðrið og hægðir og lægðir.
veðrið á íslandi í dag er bara rugl. það er farið að hvessa duglega hér á eyjunni fögru og búið að rigna síðan fyrir hádegi. færðin er orðin slæm, aftur. ég er farin að velta fyrir mér hvort það verði skóli á morgunn. það er hætt við að léttari börn og mjónur eins og ég fjúki út á hafsauga í verstu hviðunum í fyrramálið. maður veltir þessu fyrir sér...

Engin ummæli: