laugardagur, janúar 26, 2008


enn snjóar en mér er alveg sama því að gunni minn er heima. hann kom í land á fimmtudagsmorgunn um 5 leytið og fer ekki aftur fyrr en á morgunn, sunnudag. reyndar hefur hann verið að vinna um borð þannig að ég hef ekki haft hann alveg útaf fyrir mig (snökt).
þetta stopp er víst lengra heldur en venjulegt þar sem það þarf að gera við nótina og bindivélina (það er samt ekki verið að heyja um borð) og svoleiðis. og af því þeir eru að veiða milli færeyja og skotlands er ólíklegt að þeir landi heima næst. það verður væntanlega ekki fyrr en á loðnunni. ég þarf sumsé að bíta á axlirnar og þrauka.

í lokin vil ég óska öllum bændum til hamingju með daginn í gær.

Engin ummæli: