þriðjudagur, janúar 29, 2008

jógi björn


ég byrjaði á jóganámskeiði ekki alls fyrir löngu. ég hef alltaf verið spennt fyrir því að prófa og loksins fékk ég tækifæri til þess. mér finnst þetta alveg frábært og sé sjálfa mig bráðum svífandi fyrir ofan gólfið í lótusstellingunni. en í tímanum í dag þá voru nýjar æfingar sem vinna með liðleika en það verður að játast að ég er jafn stirð og solla. þess vegna líður mér eins og ég sé jógi björn, soltið klunnaleg og finnst gott að borða mat sem aðrir útbúa. kannast fleiri við þetta?


en hér er gáta. man einhver hvað litli vinur hans yogi bear heitir?

4 ummæli:

Véfrétt sagði...

Skemmtileg tenging. Ég mun reyna að komast að þessu með vininn.

Véfrétt sagði...

Boo-boo?

Drífa Þöll sagði...

og það var rétt!!!

Nafnlaus sagði...

thíhí jógi björn. það verður nú gaman þegar þú verður orðin jafn liðug og ég, splitt og spígat og hvað þetta nú allt heitir, kanski að marteinn gormur ætti að fara í joga, sá feiti stirði öldungur. lov jú beib