ég er orðin grasekkja enn á ný. gunni minn fór á sjó á laugardagskvöldið. eins og venjulega var það afspyrnu fúlt. ég hef samt haft lítinn tíma til að sakna hans þar sem ég er á haus í vinnunni þessa dagana. deddlænið fyrir einkunnirnar dregst nær og nær. maður þarf víst að klára dæmið þannig að það er unnið fram að kvöldmat á daginn uppi í skóla og svo heima á kvöldin, ég fór meira að segja laugardag og sunnudag í vinnuna líka. en þessu fer að ljúka. einkunnablöðin skulu prentuð út seinni partinn á morgunn.
þeir sem hafa fylgst með veðrinu undanfarið hafa væntanlega áttað sig á því að það hefur verið örlítil ofankoma undanfarna daga. við höfum ekki farið varhluta af því hér á eyjunni fögru. það hefur kyngt niður snjó sem aldrei fyrr og ég hef þurft að draga fram skófluna tvo daga í röð. í gær til að moka bílnum inn í skúr og svo í dag til að moka bílinn út úr skúrnum. ég vonast til að komast á kagganum í vinnuna á morgunn. það gekk brösulega að ganga í vinnuna í morgunn þar sem ekki var búið að ryðja af gangstéttum heldur bara á þær.
ég fór í minn fyrsta yoga tíma í gær í bylnum. geggjað...er ekki frá því að þetta henti mér mjög vel. ég bíð alla vega spennt eftir framhaldinu. namaste.
núna hef ég smá tíma til að sakna gunna og bíða eftir því að hann hringi. ég ætla mér að nýta mér þessar mínútur. ble....
miðvikudagur, janúar 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ungfrú Upptekin..æi er ekki bara gott að hafa nóg að gera..
Kannski þú bjallir bara í mig þegar þú mátt vera að??
Kv,
Stella.
Skrifa ummæli