föstudagur, nóvember 26, 2004

reykjavíkurferðir....

fór í bæinn um síðustu helgi. öfga gaman, heimsótti fólk eins og vindurinn en samt urðu nokkrir útundan sem er vissulega miður. en ég fer aftur í svona heimsóknir 10.-12. des. ætla líka að nota tækifærið og fara til læknis og svona.
en talandi um svona ferðir þá fór ég ásamt guðnýju vinkonu minni og samkennara til reykjavíkur í gær. flugum kl. 20.00 í stað 19.30 þar sem það var seinkunn og námskeiðið sem við vorum að fara á byrjaði kl. 19.30....týpískt. nú við fórum samt sem áður og þurftum því að horfa á það sem verið var að gera. soldið fúlt þar sem þetta var leiklistarnámskeið á vegum þjóðleikhússins. en þegar þetta var búið var að sjálfsögðu farið á kaffihúsið sólon sem hefur verið okkar viðkomustaður síðan við fórum að fara á þessi námskeið. hittum írisi og fengum okkur bjór og svona. eeeeennnnnn.......svo var mæting í flug kl. 7.00 í morgunn. fokk hvað það var erfitt að vakna. ekki af því það við hefðum verið á trylltu fylleríi heldur af því við fórum svo seint að sofa. nú leigubíll á völlinn og við innritun: það er klukkutíma seinkun. og hvurn djöfulinn áttum við að gera í þennan tíma, kringlan ekki opnuð, engin kaffihús opin og ekki vorum við á bíl til að fara á rúntinn og síðast en ekki síst ekki gott þar sem við áttum báðar að mæta í vinnu kl. 8.00. nú svo endar með því að flugvélin fer loks af stað kl. 9.30 og þá var ekki send ein vél heldur tvær litlar sem minntu helst á leikfangavélar. ég get svarið það! en flugið var ekki svo slæmt þó við hefðum verið nokkuð svartsýnar.
en pæling: af hverju er ekki gert meira fyrir fólk sem er leiksoppar örlaganna og getur ekki komist heim til sín vegna einhverra leiðinda í flugsamgöngum? og af hverju er flugvallarstarfsfólk alltaf pirrað og dónalegt? er það í samningunum þeirra?

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

Ó mæne gad!!! Þið sem voruð einmitt að vona að þið klmust á réttum tíma heim !! Týpískt!! Gott að þið komust heilar á höldnu heim...