góðir hálsar!
mikil pest hefur lagst á kennara í vestmannaeyjum, svo alvarleg að enginn stóð í lappirnar til að mæta til vinnu í morgunn. mér skilst að þessi veikindi kallist á latínu: mótmælus lagasetningus og herjar á vinnandi fólk í kjarabaráttu. einkennin eru: vonbrigði, vanmáttur, sorg og skæð útbrot við að sjá ákveðinn ljóshærðan ráðherra. eina lækningin er lyf sem kallast réttláten samningen.
erfitt er að segja til um hvenær alger lækning verður tilbúin en vísindamenn frá tveimur samtökum vinna hörðum höndum við að þróa lyfið. ef það tekst ekki fá kennarar ólyfjan sem getur orsakað enn frekari einkenni sem og ástand sem kallast uppsagnibus margintes og skilur skólahald í landinu eftir í rústum. vonandi kemur ekki til þess!
takk fyrir túkall!
mánudagur, nóvember 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Neih blessuð skvísí pæ:)
Ég vildi bara senda ykkur kennurum heima í Eyjum alveg þrusu baráttukveðjur!! Ég stend með ykkur 100% þó svo að þessi kjarabarátta sé komin með allsvakalegt bremsufar í brækurnar. En hey... þetta byrjaði dirty.. getur varla lokið öðruvísi.
Að lokum bíð ég þig velkomna að heimsækja mig á ernaeina.blogspot.com.
Vonandi gengur pestin hjá.
Skrifa ummæli