föstudagur, nóvember 12, 2004

hugmyndir að starfsvettvangi...

jæja mínir kæru vinir... lífið leikur ekki við kennara í dag. en þar sem ég er orðin þreytt á því að vera niðurbrotna týpan þá vil ég biðja alla að rétta upp hönd og koma með hugmynd að nýjum starfsvettvangi fyrir mig. ég get að sjálfsögðu ekki séð handauppréttingar þannig að ég vil biðja ykkur um að skrifa hugmyndirnar ykkar í kommentið.
ég ætla að taka mér það bessaleyfi að leggja ykkur línurnar örlítið: starfsvettvangurinn þarf helst að vera mögulegur hér á eyju dauðans, hann má helst ekki tengjast fiskvinnslu á neinn hátt nema þá kannski sem skrifstofuvinna, hann má ekki felast í því að selja líkama minn og að lokum væri gott ef þetta væri skemmtileg og skapandi vinnuhugmynd!
ég ætla að fara að lesa frumvarpið í heild sinni núna. er búin að fá hælætin og það var nóg til þess að ég fór ásamt fleirum kennurum hér í vestmann til að skamma bæjarstjórann (sem nota bene var ekki við) þannig að við skömmuðum einhvern annan mann sem þar var. ég vona að hann vinni hjá bænum....heheheheheh...... fylgist með bæjarblöðunum á næstunni kannski kemur mynd af mér! hei, það er svo sem hugmynd: ég gæti orðið fyrirsæta jafn mjó og sæt og ég er!!!

Engin ummæli: