föstudagur, nóvember 05, 2004

frumsýning á morgunn! dýrin í hálsaskógi munu verða vinir á endanum hjá okkur í l.v. hlakka geðveikt til að sjá þetta. hef passað mig á að sú vinna sem ég hef unnið fyrir þessa sýningu sé unnin utan leikhússins svo að sýningin geti komið á óvart...hehehehe.... skrítið að vera ekki jafnbundin og áður. ég held að ég sé að breytast í letidýr eftir að ég minnkaði við mig í leikfélaginu. en það er líka voða notalegt að vera latur öðru hvoru. kannski finnst mér það af því að verkfallið kom einmitt á sama tíma og maður ætti að vera á fullu þegar maður er í leikfélagi eins og þessu. það er líka gaman að vera áhorfandi! áfram letidýr!

Engin ummæli: