mánudagur, nóvember 01, 2004

að mæta til vinnu á ný...

jú kennarar mættu til vinnu aftur í morgunn eftir 6 vikna verkfall. það var rosa fínt að hitta krakkana aftur sem og vinnufélagana. umræðan á kaffistofunni var reyndar ekkert skemmtileg. þessi miðlunartillaga ríkissáttasemjara er móðgun við kennarastéttina og því miður held ég að kennarar fari aftur í verkfall. ég var ekki í verkfalli í allan þennan tíma (sem nota bene er töluverður fórnarkostnaður, ekki bara peningalega fyrir kennara heldur líka það nám sem börnin urðu af) til að fá högg í andlitið. ég held að ríkissáttasemjari þyrfti að vera kennari í svona eins og eina viku og þá áttar hann sig kannski á alvöru málsins. sem og þið hin sem vitið ekki baun, reynið að vera skynsöm og hugsið um hag barnanna. að ég tali nú ekki um kennarsleikjurnar! uppáhaldskennarasleikjan mín, hann gunni, hélt að ég væri að verða geðveik þegar ég fór að taka til í jólaskrautinu!!!

pæling: ef að karlmenn væru í meirihluta í kennarastétt, væru launin þá svona lág? ef að karlmenn væru í meirihluta í kennarastétt, hefði verkfallið verið svona lengi? er þessi barátta okkar ekki bara kjarabarátta heldur líka jafnréttisbarátta? eigum við að taka nágranna okkar nojarana til fyrirmyndar til að rétta hag kennara?
síjú

1 ummæli:

Íris Sig sagði...

Það hefur sko verið vísindalega sannað að þegar konur koma inní atvinnustétt þar sem menn dominera fara launin lækkandi !! Sad but true!!
Og laun kennara voru mannsæmandi þegar karlmennirnir voru allsráðandi, þá var þetta líka ein virðingarmesta vinna sem menn komust í!! Það segir bara sitt !!